Arsenal og Man Utd berjast um Sane - Zubimendi til Arsenal? - Murillo orðaður við risa félög - Liverpool vill fá Pepi
   fim 14. nóvember 2024 21:08
Jóhann Þór Hólmgrímsson
McTominay: Sé ekki eftir neinu
Mynd: EPA

Scott McTominay segist ekki sjá eftir því að hafa farið til Napoli frá Man Utd í sumar.

Skoski landsliðsmaðurinn hefur verið frábær hjá ítalska liðinu á tímabilinu og fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína.

 Roberto Bordin, fyrrum leikmaður liðsins, tjáði sig um hann og segir hann ómissandi fyrir liðið.

„Það er ómögulegt fyrir Napoli að leika án hans. Hann gefur liðinu svo mikið," sagði Bordin.

„Kaupin á honum voru mögnuð fyrir Napoli."


McTominay er uppalinn hjá Man Utd en hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið árið 2017.

„Auðvitað var þetta stór ákvörðun, það er ekki hægt að neita því. Maður verður að spyrja sig á svona tímum: „Vil ég gera þetta?" Klárlega. Og svo skella sér á þetta, það er ekki hægt að horfa til baka. Ég efaðist aldrei um þetta, ég hef aldrei séð eftir neinu í lífinu og mun ekki gera það," sagði McTominay.


Athugasemdir
banner