Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   fim 14. nóvember 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
McTominay ómissandi - Mögnuð kaup fyrir Napoli
Scott McTominay.
Scott McTominay.
Mynd: Getty Images
Skoski miðjumaðurinn Scott McTominay hefur leikið nánast óaðfinnanlega með Napoli eftir að hann gekk í raðir félagsins frá Manchester United síðasta sumar.

McTominay hefur verið magnaður á miðsvæðinu hjá ítalska félaginu og er búinn að fá mikið lof fyrir frammistöðu sína.

Stuðningsmenn Napoli sjá ekki sólina fyrir McTominay og Roberto Bordin, fyrrum leikmaður liðsins, segir hann ómissandi.

„Það er ómögulegt fyrir Napoli að leika án hans. Hann gefur liðinu svo mikið," sagði Bordin.

„Kaupin á honum voru mögnuð fyrir Napoli."

McTominay er uppalinn hjá Man Utd en hann var samt sem áður ekki alltaf vinsæll hjá félaginu. Núna hefur hann fundið nýtt heimili og er að blómstra þar.
Athugasemdir
banner
banner
banner