PSG íhugar að reyna við Rashford - Dewsbury-Hall orðaður við Chelsea - Archie Gray eftirsóttur
   fim 14. desember 2023 19:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Búinn að vera með rifinn liðþófa í einhver sex ár"
Hefði viljað skora fleiri mörk
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn Steindórsson, leikmaður Breiðabliks, ræddi við Fótbolta.net fyrr í dag. Hann er í byrjunarliðinu gegn Zorya í leiknum sem senn fer að hefjast. Kiddi var spurður út í tímabilið sitt til þessa en um lokaleik þess er að ræða.

Lestu um leikinn: Zorya Luhansk 4 -  0 Breiðablik

„Að vissu leyti smá vonbrigði. Mér fannst ég vera í hrikalega góðu standi á undirbúningstímabilinu en lendi í því að meiðast illa í síðasta leik fyrir mót. Ég missti af byrjuninni og fann að ég var aðeins að ströggla með þetta eftir að ég byrjaði að æfa og spila og tók smá tíma að verða alveg heill. Það er erfitt að koma sér í stand þegar það er lítið um æfingar, við vorum eiginlega bara að spila leiki, voru engar alvöru æfingar og þá færðu einhvern veginn bara æfingarnar til að koma þér í stand. Þetta var svolítið púsl og hef kannski aldrei komist almennilega í gang."

„Núna seinni hlutann hefur mér liðið vel og held ég hafi bara spilað nokkuð vel þó að ég hefði kannski viljað hafa aðeins fleiri mörk. Það hafði held ég sitt að segja að meiðast í byrjun, það gerði þetta aðeins erfiðara. Ég er bara bjartsýnn á að næsta ár verði betra,"
sagði Kiddi.

Hann skoraði eitt mark í deildinni og lagði upp tvö í tólf leikjum. Í fjórtán Evrópuleikjum hefur hann skorað eitt mark og lagt upp fjögur.

Kiddi meiddist á liðþófa eftir Evrópuleik í ágúst. Hvernig er staðan á honum í dag?
   29.08.2023 17:35
Kiddi Steindórs með rifinn liðþófa

„Ég fór í yfirréttu á hnénu fyrir mót og fékk áverka út af því. Ég lendi svo í því eftir leikinn úti í Makedóníu (gegn Struga) að ég vakna læstur í hnénu og verkjaður og var í vandræðum með það. Ég er búinn að vera með rifinn liðþófa í einhver sex ár núna og fæ svona af og til smá verki í þetta. Í þetta skiptið var þetta eitthvað extra mikið þannig ég losnaði ekki við þetta nema með þessari sprautu sem gerði sitt og svo smá hvíld. Eftir það hef ég ekki fundið neitt."

Er ekkert vesen að vera með rifinn liðþófa?

„Það getur verið það, en þú getur líka fundið mjög lítið fyrir því. Ég held það sé mjög einstaklingsbundið. Ég var búinn að fara í tvær aðgerðir 2015 og 2016 og svo var ákveðið að þriðja aðgerðin var ekki sniðug upp á framtíðina. Það kemur af og til að maður finnur einhvern smá verk og læsist aðeins í hnénu. Svo yfirleitt líður það hjá mjög fljótt. Í þetta eina skipti var það aðeins meira vesen, en sem betur fer hef ég ekki fundið neitt eftir það," sagði Kiddi.
Kiddi Steindórs: Yrði allt annað að þurfa ekki að horfa á einn kleinuhring
Athugasemdir
banner
banner