Grindavík vann Aftureldingu, 3-2, í æfingaleik á Malbikstöðinni að Varmá í gær.
Gestirnir í Grindavík fóru með tveggja marka forystu inn í hálfleikinn en þeir Adam Árni Róbertsson og Friðrik Franz Guðmundsson skoruðu mörkin.
Í þeim síðari skoraði Djordje Panic þriðja mark Grindavíkur en hann skoraði einnig í 2-1 sigri á Fylki í lok nóvember. Hann var síðast á mála hjá Árbæ.
Elmar Kári Enesson Cogic og Ríkharður Smári Gröndal gerðu mörk Aftureldingar.
Veistu úrslit úr æfingaleikjum?
Ef þú hefur upplýsingar um úrslit æfingaleikja og markaskorara endilega sendu okkur þá tölvupóst á [email protected] eða settu úrslitin á Twitter og merktu #fotboltinet
Athugasemdir