Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
   lau 14. desember 2024 20:15
Hafliði Breiðfjörð
Vestri krækir í sænskan miðjumann (Staðfest)
Mynd: Vestri
Vestri tilkynnti í dag að félagið hafi bætt við sig reynslumiklum sænskum miðjumanni sem á að styrkja liðið fyrir átökin í Bestu-deildinni á næstu leiktíð.

Hann heitir Diego Montiel og er 29 ára gamall. Hann á að baki fjölmarga leiki í fyrstu deild í Svíþjóð og Danmörku.

Hann spilaði síðast með Varberg BoIS í Svíþjóð en þar áður Vendsyssel og Velje í Danmörku ásamt KFCO Beerschot í Belgíu. Önnur félög eru Örgryte, Sirius og Gefle.

Diego á leiki með sænska U-17 ára landsliðinu og þar á meðal æfingarleik gegn Íslandi árið 2014.

Vestri endaði í þriðja neðsta sæti Bestu-deildarinnar í sumar og hélt því sæti sínu. Davíð Smári Lamude mun þjálfa liðið áfram.

Verulegar breytingar verða þó á liðinu enda tíu leikmenn þegar farnir frá þeim og sá sænski er aðeins sá þriðji sem kemur.

Komnir
Emmanuel Agyeman Duah frá Færeyjum
Birkir Eydal frá Herði

Farnir
Benedikt V. Warén í Stjörnuna
Andri Rúnar Bjarnason í Stjörnuna
William Eskelinen
Gunnar Jónas Hauksson
Ibrahima Balde í Þór
Jeppe Gertsen
Elvar Baldvinsson
Aurelien Norest
Benjamin Schubert
Inaki Rodriguez
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner