Hinn geðþekki Lorenzo Insigne skoraði eitt furðulegasta mark sem sést hefur í ítalska boltanum þegar Napoli komst yfir gegn Atalanta í bikarnum í kvöld.
Sending ætluð Gonzalo Higuain rataði aldrei á hann því boltinn fór í bakið á varnarmanninum Cristiano Del Grosso sem var að einbeita sér að því að biðja dómaratríóið um að dæma rangstöðu.
Af bakinu á Grosso skaust boltinn til Insigne sem var ekki rangstæður og skoraði.
Leikmenn Atalanta mótmæltu hástöfum án árangurs en Mario Yepes fékk rauða spjaldið fyrir að ganga of langt í mótmælunum. Nú er bara að kafa í reglubækurnar. Átti þetta mark að standa? Higuain hafði klárlega áhrif á leikinn.
Annars endaði leikurinn 3-1 og Napoli mætir Lazio í 8-liða úrslitum keppninnar.
Athugasemdir