ÍBV tekur á móti Aftureldingu í neðri hluta Bestu deildar karla klukkan 16:00 á Hásteinsvelli, en þetta er fyrsti leikur beggja liða eftir tvískiptingu.
Lestu um leikinn: ÍBV 0 - 0 Afturelding
Þorlákur Árnason gerir þrjár breytingar frá 1-1 jafnteflinu gegn Breiðabliki á mánudag en þeir Milan Tomic, Oliver Heiðarsson og Elvis Bwomono koma inn fyrir Nökkva Má Nökkvason, Arnar Breka Gunnarsson og Þorlák Breka Baxter, en sá síðastnefndi tekur út leikbann á meðan hinir tveir eru á bekknum.
Sigurpáll Melberg Pálsson er í leikbanni hjá Aftureldingu en Magnús Már Einarsson gerir fimm breytingar. Elmar Kári Enesson Cogic, Georg BJarnason, Aron Jónsson, Benjamin Stokke og Aketchi Luc-Martin Kassi koma inn fyrir Arnór Gauta Ragnarsson, Sævar Atla Hugason, Þórð Gunnar Hafþórsson, Georg Bjarnason og auðvitað Sigurpál.
ÍBV er á toppnum í neðri hlutanum með 29 stig en Afturelding á botninum með 21 stig.
Byrjunarlið ÍBV:
1. Marcel Zapytowski (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon
5. Mattias Edeland
6. Milan Tomic
10. Sverrir Páll Hjaltested
22. Oliver Heiðarsson
23. Arnór Ingi Kristinsson
24. Hermann Þór Ragnarsson
25. Alex Freyr Hilmarsson (f)
30. Vicente Valor
42. Elvis Bwomono
Byrjunarlið Afturelding:
1. Jökull Andrésson (m)
3. Axel Óskar Andrésson
6. Aron Elí Sævarsson (f)
7. Aron Jóhannsson
8. Aron Jónsson
10. Elmar Kári Enesson Cogic
16. Bjartur Bjarmi Barkarson
20. Benjamin Stokke
25. Georg Bjarnason
28. Aketchi Luc-Martin Kassi
77. Hrannar Snær Magnússon
Athugasemdir