Liverpool fær samkeppni frá Real Madrid - Barcelona á eftir Haaland - Man Utd býður Mainoo í skiptum fyrir Valverde
   sun 21. september 2025 14:26
Brynjar Ingi Erluson
Stillir PSG upp varaliðinu í erkifjendaslag?
Mynd: EPA
Leik Marseille og PSG í frönsku deildinni hefur verið frestað til morguns vegna óveðurs í Suður-Frakklandi. Ballon d'Or athöfnin fer fram annað kvöld og eru átta leikmenn PSG tilnefndir, en þessi ákvörðun frönsku deildarinnar hefur ekki fallið í kramið hjá Evrópumeisturunum.

Marseille og PSG eru miklir erkifjendur og verið frá 1986, en ýmislegt hefur átt sér stað í og kringum leiki liðanna.

Fyrsti slagur liðanna á árinu átti að fara fram klukkan 18:45 í kvöld, en hefur nú verið frestað eftir að veðurstofa Frakklands gaf út stormviðvörun í suðurhluta landsins.

Mikil rigning og óveður hefur verið í Provence-héraði og því tekin ákvörðun um að fresta leiknum til morguns og er áætlað að hann hefjist klukkan 18:00.

Þessi dagsetning kemur sér sérstaklega illa fyrir PSG enda er Gala-kvöld Ballon d'Or á morgun og eru átta leikmenn liðsins tilnefndir til verðlaunanna. Ousmane Dembele er sigurstranglegastur, en hann er meiddur og hefði ekki verið með í þessum leik.

Það verður því fróðlegt að sjá hvort PSG muni mótmæla ákvörðun deildarinnar með því að stilla upp unglinga- og varaliðinu.

Deildin hefur varið ákvörðun sína og bendir á regluverkið en þar segir að ef leik sé frestað vegna óveðurs þá skuli leikurinn hefjast daginn eftir svo lengi sem veðuraðstæður leyfa.

PSG er á toppnum með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir en Marseille í áttunda sæti með sex stig.
Athugasemdir
banner
banner