mið 15. janúar 2020 21:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England: Mark Mata dugði á Old Trafford - Cardiff áfram eftir sjö marka leik
Juan mata fagnar eina markinu á Old Trafford.
Juan mata fagnar eina markinu á Old Trafford.
Mynd: Getty Images
Markið hjá Neto taldi ekki.
Markið hjá Neto taldi ekki.
Mynd: Getty Images
Tveir leikir fóru fram í 3. umferð ensku bikarkeppninnar. Manchester United tók á móti Wolves og Carlisle mætti Cardiff.

Markalaust var í leikhléi á Old Trafford en mark hafði þó verið skorað. Pedro Neto kom boltanum í netið en hendi var dæmd á Raul Jimenez í undirbúningnum og markið stóð því ekki.

Í seinni hálfleik kom eina mark leiksins þegar Juan Mata vippaði boltanum laglega í netið, John Ruddy átti ekki möguleika.

Marcus Rashford kom inn á hjá United í seinni hálfleik en þurfti að fara aftur af velli vegna meiðsla. Manchester United er komið áfram í 4. umferð keppninnar og mætir annað hvort Tranmere eða Watford í næstu umferð, viðureign þeirra fór ekki fram þessa vikuna vegna ástands vallarins hjá Tranmere í gærkvöldi.

Manchester Utd 1 - 0 Wolves
1-0 Juan Mata ('67 )



Á heimavelli Carlisle var líf og fjör í kvöld. Alls voru sjö mörk skoruð. Cardiff leiddi í hálfleik 1-2 og komst í 1-3 á 48. mínútu.

Carlisle minnkaði muninn á 51. mínútu en Cardiff svaraði aftur á 57. mínútu, Danny Ward skoraði en Alex Smithies, markvörður Cardiff fékk skráða stoðsendinguna. Harry McKirdy minnkaði aftur muninn á 64. mínútu en lengra komust heimamenn ekki. Cardiff mætir Reading í næstu umferð á útivelli.

Carlisle 3 - 4 Cardiff City
1-0 Nathan Thomas ('7 )
1-1 Aden Flint ('18 )
1-2 Josh Murphy ('45 )
1-3 Aden Flint ('48 )
2-3 Harry McKirdy ('51 )
2-4 Danny Ward ('57 )
3-4 Harry McKirdy ('64 )
Athugasemdir
banner
banner
banner