Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 15. janúar 2021 17:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Böddi að snúa til baka eftir meiðsli - Byrjaði að hlaupa í gær
Mynd: Böðvar Böðvarsson
Böðvar Böðvarsson er leikmaður Jagiellonia í Póllandi. Böddi er FH-ingur og gekk hann í raðir pólska félagsins fyrir þremur árum.

Hann var ekki í leikmannahópi pólska liðsins í gær í æfingaleik og staðfesti Böðvar að hann væri enn að glíma við ökklameiðsli frá því í næstsíðustu umferð fyrir áramót.

Nú er hlé á pólsku deildinni en lið undirbúa sig fyrir seinni hluta mótsins.

„Ég byrjaði að hlaupa í gær þannig það er ekki langt í að ég komist aftur inn á völlinn myndi ég halda," sagði Böddi við Fótbolta.net í dag.

Fyrsti leikur Jagiellonia í deildinni eftir hlé er á móti Lechia Gdansk þann 30. janúar. Þá verður fimmtánda umferð deildarinnar leikinn.

Jagiellonia er sem stendur í sjöunda sæti deildarinnar þegar mótið er rétt tæplega hálfnað. Átta stig eru upp í Evrópusæti og ellefu niður í fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner