Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
   fös 15. janúar 2021 10:07
Enski boltinn
„Ég er viss um að Solskjær sætti sig við jafnteflið"
Magnús Gylfason telur að Manchester United myndi taka jafntefli ef það myndi bjóðast í stórleiknum gegn Liverpool á sunnudag. Magnús og Hörður Magnússon ræddu leikinn í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" á Fótbolta.net í gær.

Liverpool hefur ekki tapað í 67 heimaleikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni.

„Þetta er enn einu sinni þessi refskák sem fótboltinn er. Ég er viss um að Solskjær sætti sig við jafnteflið. Hann myndi taka það," sagði Magnús í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" á Fótbolta.net í gær.

„Hann verður mögulega hræddur að sækja sigur og fá tap í andlitið. Liverpool eru fljótir að refsa, eru gífurlega flott rútíneraðir og flottir."

„Vissulega væri geggjað ef United myndi ná að vinna. Það getur verið að það henti þeim að vera til baka og taka skyndisóknir því þeir hafa verið öflugir þar á meðan Liverpool á erfitt með að brjóta lið sem liggja aftarlega. Við sjáum örugglega þannig leik á sunnudag."


Það eru White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn. Hér að neðan má hlusta á þáttinn.
Enski boltinn - Tekist á fyrir stórleik ársins
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner