Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 15. janúar 2023 20:54
Brynjar Ingi Erluson
Dagný í tapliði - Ömurleg helgi hjá Liverpool
Dagný spilaði allan leikinn gegn Man City
Dagný spilaði allan leikinn gegn Man City
Mynd: Getty Images
Dagný Brynjarsdóttir, fyrirliði West Ham, spilaði allan leikinn í 1-0 tapi liðsins gegn Manchester City í WSL-deildinni á Englandi í kvöld.

West Ham var að mæta einu besta liði deildarinnar en Dagný og stöllur voru að vonast eftir því að geta tengt saman sigra eftir að hafa unnið Tottenham síðustu umferð.

Það tókst ekki og urðu lokatölur 1-0 Man City í vil. West Ham er í 6. sæti deildarinnar með 15 stig.

Þá kom María Þórisdóttir inná sem varamaður á 70. mínútu í 6-0 sigri Manchester United á Liverpool. Man Utd er í 2. sæti með 25 stig, þremur stigum á eftir Englandsmeistaraliði Chelsea.

Ömurleg helgi hjá Liverpool en karlaliðið tapaði fyrir Brighton, 3-0, um helgina í leik sem Jürgen Klopp, stjóri liðsins, lýsti sem versta leik sem hann hefur augum barið.
Athugasemdir
banner
banner