Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   sun 15. janúar 2023 12:45
Aksentije Milisic
Kæmi Potter ekki á óvart ef hann yrði rekinn

Graham Potter, stjóri Chelsea, segir að það kæmi honum ekki á óvart ef hann yrði rekinn frá félaginu.


Potter tók við að Thomas Tuchel snemma á leiktíðinni og byrjaði ágætlega í London. Það breyttist hins vegar fljótt og hefur gengið upp á síðkastið verið hörmulegt.

Eigendur félagsins, Todd Boehly, Behdad Egbahli og Jose Feliciano eru sagðir ætla halda Potter þrátt fyrir fyrir það ef Chelsea nær ekki sæti í Meistaradeild Evrópu.

„Það eru alltaf  spurðar spurningar þegar þú nærð ekki í úrslit,"  sagði Potter.

„Það var pressa á mér eftir tvö töp fyrir Heimsmeistaramótið, frá fjölmiðlum það er að segja. Stjórn félagsins hefur fulla trú á mér."

„En ég veit að ef úrslitin batna ekki þá er hægt að þakka mér fyrir og segja að þetta gangi ekki lengur. Ég mun skilja það."

Chelsea mætir Crystal Palace á Stamford Bridge klukkan 14 í dag.


Athugasemdir
banner