Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 15. febrúar 2020 23:30
Brynjar Ingi Erluson
Messi ekki skorað í fjórum leikjum í röð - Í fyrsta sinn síðan 2014
Lionel Messi hefur verið að aðstoða liðsfélaga sína í síðustu leikjum frekar en að skora sjálfur
Lionel Messi hefur verið að aðstoða liðsfélaga sína í síðustu leikjum frekar en að skora sjálfur
Mynd: Getty Images
Argentínski snillingurinn Lionel Messi hefur ekki skorað í síðustu fjórum leikjum sínum með Barcelona en það hefur ekki gerst síðan 2014.

Messi tókst ekki að reima á sig markaskóna í 2-1 sigri Barcelona á Getafe í gær en Sergio Roberto og Antoine Griezmann sáu um að skora mörkin.

Hann hefur ekki skorað í síðustu fjórum leikjum Barcelona og eru sex ár frá því það gerðist síðast. Þá tókst honum ekki að skora í átta leikjum í röð.

Þrátt fyrir það er hann í ágætis málum. Hann hefur skorað 14 mörk og lagt upp 12 í 19 deildarleikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner