„Liverpool hafði átt frábæran leik að mörgu leyti en síðan fór allt í vaskinn hjá þeim," sagði Jón Kaldal í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" í dag þegar rætt var um leik Liverpool og Leicester á laugardaginn. Liverpool leiddi 1-0 á 78. mínútu en Leicester endaði á því að vinna 3-1.
„Kannski erum við að sjá hversu ótrúlega mikilvægur Van Dijk hefur verið fyrir þetta lið. Óöryggið sem grípur um sig í öftustu línu þegar það eru ekki reyndir menn þar til að stýra því sem er í gangi fyrir framan," sagði Jón.
„Kannski erum við að sjá hversu ótrúlega mikilvægur Van Dijk hefur verið fyrir þetta lið. Óöryggið sem grípur um sig í öftustu línu þegar það eru ekki reyndir menn þar til að stýra því sem er í gangi fyrir framan," sagði Jón.
Alisson gerði sig sekan um slæm mistök í öðru marki Liverpool en Jamie Vardy skoraði eftir misheppnað úthlaup hjá Brasilíumannsins.
„Þessi mistök hjá Alisson eru atvik leiksins. Það er týpískt fyrir lið þegar hlutirnir ganga ekki með þér að sjálfstraustið fer niður og menn tala ekki saman inni á vellinum," sagði Engilbert Aron Kristjánsson.
„Um leið og Liverpool fékk á sig jöfnunarmark skynjaði maður að Leicester væri líklegra," sagði Jón.
Hér að neðan má hlusta á þátt dagsins en þar var meira rætt um Liverpool. Það eru White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn.
Athugasemdir