Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 15. febrúar 2021 15:30
Elvar Geir Magnússon
Segir engan möguleika á að Ramos verði áfram hjá Real
Dergio Ramos hefur verið sigursæll hjá Real Madrid.
Dergio Ramos hefur verið sigursæll hjá Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Spænski blaðamaðurinn Josep Pedrerol fullyrðir að Sergio Ramos muni yfirgefa Real Madrid þegar samningur hans rennur út í sumar.

Varnarmaðurinn Ramos hefur spilað yfir 650 leiki og skorað 100 mörk fyrir spænska stórliðið síðan hann kom á Santiago Bernabeu árið 2005.

Ramos hefur ekki náð samkomulagi um nýjan samning og Pedrerol segir að engin lausn sé í sjónmáli. Ramos hefur meðal annars verið orðaður við Manchester United og PSG.

„Sergio Ramos er að fara frá Real Madrid. Ég tel ekki að það sé neinn möguleiki á að hann verði áfram. Það er engin leið til baka," segir Pedrerol.

„Real Madrid gerir sér grein fyrir því og Ramos vill fá einn stóran samning áður en ferill hans klárast."

Ramos er 34 ára og er sem stendur á meiðslalistanum, hnémeiðsli gætu haldið honum utan vallar þar til í apríl.

Mundo Deportivo segir að Ramos hafi hafnað tveggja ára samningi við Real Madrid en félagið ku hafa boðið honum 10% launalækkun.

Möguleiki er á að Real Madrid fulli skarð Ramos með David Alaba en samningur hans við Bayern München er að renna út.
Athugasemdir
banner
banner
banner