Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mán 15. febrúar 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Zidane sá fyrsti sem myndi fá símtal
Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid.
Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Noel Le Graet, formaður franska knattspyrnusambandsins, viðurkennir að Zinedine Zidane sé efstur á óskalista sínum til að taka við franska landsliðinu.

Didier Deschamps hefur stýrt franska landsliðinu frá 2012 með frábærum árangri. Hann gerði liðið að heimsmeisturum árið 2018.

Samningur Deschamps rennur út eftir HM á næsta ári og verður Zidane sá fyrsti sem fær símtal ef Deschamps ákveður að stíga til hliðar á næsta ári.

„Ef Didier myndi hætta og ég væri enn hérna, þá er Zidane sá fyrsti sem ég myndi ræða við," sagði Le Graet.

Zidane er fyrrum landsliðsfyrirliði Frakklands en hann er í dag þjálfari Real Madrid á Spáni. Hann hefur þrisvar sinnum stýrt Madrídingum til sigurs í Meistaradeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner