banner
   mán 15. mars 2021 10:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Brynjar um Valgeir: Reikna ekki með honum
Valgeir á æfingu með U21 landsliðinu.
Valgeir á æfingu með U21 landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK reiknar ekki með að Valgeir Valgeirsson komi til félagsins fyrir tímabilið.

Valgeir, sem er 18 ára, er á láni hjá Brentford á Englandi þar sem hann spilar með varaliðinu. Hann hefur staðið sig vel og Brynjar reiknar ekki með honum í Pepsi Max-deildina.

„Það fer að koma í ljós núna. Ég reikna ekki með honum. Ég vona fyrir hann að hann verði áfram. Það lítur þannig út. Hann er búinn að standa sig vel og bæði það sem ég hef heyrt og talað við þá hjá Brentford, þá eru þeir mjög ánægðir með hann," sagði Brynjar í hlaðvarpsþættinum Dr Football.

Brentford getur keypt Valgeir frá HK á meðan lánssamningnum stendur.

„Næsta langtímamarkmið er síðan að vera kominn í aðalliðshópinn fyrir næsta keppnistímabil. Annars tek ég bara eina æfingu og einn leik fyrir í einu," sagði Valgeir í samtali við Fótbolta.net

Hægt er að lesa skemmtilegt Valgeir með því að smella hérna.

Brynjar Björn segir jafnframt að líti ekki út fyrir það að leikmannahópur HK verði styrktur frekar áður en tímabilið hefst af alvöru í næsta mánuði.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner