Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 15. mars 2023 10:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lukaku ekki áfram hjá Inter - „Ekki lengur sá leikmaður"
Lukaku glaður eftir að hann skrifaði undir lánssamning við Inter síðasta sumar.
Lukaku glaður eftir að hann skrifaði undir lánssamning við Inter síðasta sumar.
Mynd: Inter
Giuseppe Marotta, framkvæmdastjóri Inter á Ítalíu, hefur staðfest að félagið muni ekki kaupa Romelu Lukaku aftur frá Chelsea í sumar.

Lukaku er á láni hjá Inter en hann var frábær hjá félaginu frá 2019 til 2021. Hann skoraði þá 47 deildarmörk áður en hann var keyptur til Chelsea á tæpar 100 milljónir punda.

Hlutirnir gengu ekki upp hjá honum í London og var hann lánaður aftur til Inter. Þar hefur hann ekki verið með mikið sjálfstraust og aðeins tekist að skora þrjú deildarmörk.

„Hann mun fara aftur til Chelsea," sagði Marotta við Sky Italia í gær.

„Honum hefur ekki tekist að finna sitt besta form. Hann hefur ekki verið upp á sitt besta og er ekki lengur sá leikmaður sem við fengum að kynnast fyrir nokkrum árum."

Lukaku, sem er 29 ára gamall, mun því snúa til Chelsea í sumar. Það er ólíklegt að félaginu takist að selja hann nema á einhverju afsláttarverði.
Athugasemdir
banner
banner