Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 15. mars 2023 16:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skjóta á hvort annað í fyndnu myndbandi - „Það er 19-0 í titlum"
Matthías Vilhjálmsson.
Matthías Vilhjálmsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Besta deildin hefst í næsta mánuði. Besta deild karla hefst 10. apríl og Besta deild kvenna hefst um tveimur vikum síðar með stórleik Breiðabliks og Vals.

Á Twitter er opinber reikningur Bestu deildarinnar byrjaður að láta til sín taka, en þar var birt mjög svo fyndið og skemmtilegt myndband í dag.

Þar má sjá leikmenn úr deildunum 'senda símann' á hvorn annan. Það eru ýmis skot sem fljúga þarna á milli og er fyndið að sjá það.

„Ég sendi símann á einhvern sem saknar þess að vinna titla," segir Arna Sif Ásgrímsdóttir, leikmaður Vals, og fer þá síminn yfir á Ástu Eir Árnadóttur, fyrirliða Breiðabliks.

Viktor Karl Einarsson, leikmaður Breiðabliks, sendir símann á „leikmann sem verður í Lengjudeildinni á næsta ári," en þá fer síminn yfir á Leif Andra Leifsson, fyrirliða nágrannaliðsins í HK. Leifur sendi símann yfir á vin sinn, Matthías Vilhjálmsson.

„Ég ætla að senda símann yfir á eina leikmanninn í deildinni sem er með tapsjúkdóm," sagði Leifur og vísaði þar í ummæli Arnars Gunnlaugssonar frá því í febrúar. „Takk Leifur minn fyrir þessa hugulsemi, þó það sé 19-0 í titlum mér í vil."

Hægt er að sjá þetta skemmtilega myndband í heild sinni hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner