mið 15. apríl 2015 10:04
Elvar Geir Magnússon
Guðjón Þórðar: Fólk virðist ekki þora að tala við mann
Guðjón Þórðarson í spjalli við Gaupa.
Guðjón Þórðarson í spjalli við Gaupa.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Guðjón Þórðarson, einn sigursælasti þjálfari Íslands, hefur ekki gengið vel að finna sér vinnu en hann var í viðtali á sjónvarpsstöðinni Hringbraut þar sem rætt var um hvernig væri að sækja um vinnu eftir fimmtugt.

Hann segist sjá að það sé kominn ákveðinn aldursstimpill á sig.

„Fólk virðist ekki einu sinni þora að tala við mann og það er sérstakt. Maður sækir um vinnu og sækir inn á þennan almenna markað. Maður fær ekki mikil viðbrögð," segir Guðjón.

„Maður hefur mikla reynslu af mannlegum samskiptum og verkefnastjórnun. Maður hefur tekið að sér mjög krefjandi verkefni heima og erlendis en það sem fólk virðist muna eru „confligtarnir" (deilurnar)."

„Ég hef verið harður og fylginn mér í mínu starfi og það er einhver ástæða fyrir því að maður hefur unnið yfir 20 titla. Maður hefur unnið það marga titla að mörg félög með yfir 100-150 ára sögu eiga ekki svona marga titla. Það er eitthvað sem maður hefur gert rétt."

Guðjón er fyrrum knattspyrnustjóri Stoke á Englandi en hann hefur þjálfað mörg félög hér á landi, þar á meðal KR og ÍA. Síðast starfaði hann í boltanum sem þjálfari Grindavíkur 2012.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner