Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
   mán 15. apríl 2024 22:31
Ívan Guðjón Baldursson
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex Freyr Elísson, leikmaður Fram, var svekktur eftir 0-1 tap á heimavelli gegn Víkingi R. í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Fram 0 -  1 Víkingur R.

Fram spilaði góðan leik og vildi nokkrum sinnum fá vítaspyrnu í leiknum auk þess að skora mark sem virtist löglegt en var ekki dæmt gilt vegna meints brots í aðdragandanum.

„Við vorum miklu betri í 90 mínútur, þeir voru í brasi að skapa sér færi og áttu bara eitt skot á markið. En þeir eru það góðir að þeir geta refsað þegar við slökkvum á okkur í nokkrar sekúndur og svona er þetta bara. Við þurfum að líta fram á veginn, við erum að spila vel og getum gert mjög góða hluti í þessari deild," sagði Alex Freyr, sem var svo spurður út í dómgæsluna. Alex kom boltanum í netið í fyrri hálfleik en markið ekki dæmt gilt vegna hendi í aðdragandanum, sem virðist hafa verið rangur dómur.

„Ég skoraði löglegt mark með lærinu og mér finnst ótrúlegt hvernig hann heldur að þetta hafi farið í höndina á mér, þetta er bara sorglegt. Þetta er móment sem er tekið af mér og það er bara eins og það er. Ég er ógeðslega svekktur. Hann mun sjá þetta í kvöld og kannski sendir hann mér skilaboð. Ég fékk engin svör inni á vellinum, bara að ég ætti að þegja."

Alex er mjög sáttur með hvernig liðið brást við mótlætinu í dómgæslunni þó að það hafi vantað aðeins upp á ákvarðanatökuna á síðasta vallarþriðjunginum. Hann er þó ekki sáttur með aðra umdeilda dómaraákvörðun, þegar Fram vildi fá vítaspyrnu í seinni hálfleik.

„Það var bara víti. Gummi Magg stígur fyrir boltann og fær manninn í bakið. Ég skil ekki hvernig það er ekki víti. Ótrúlegt."

Fram er með þrjú stig eftir tvær fyrstu umferðir Íslandsmótsins en næsti leikur er á útivelli gegn sterku liði KR.
Athugasemdir
banner
banner
banner