Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   mán 15. apríl 2024 22:31
Ívan Guðjón Baldursson
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex Freyr Elísson, leikmaður Fram, var svekktur eftir 0-1 tap á heimavelli gegn Víkingi R. í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Fram 0 -  1 Víkingur R.

Fram spilaði góðan leik og vildi nokkrum sinnum fá vítaspyrnu í leiknum auk þess að skora mark sem virtist löglegt en var ekki dæmt gilt vegna meints brots í aðdragandanum.

„Við vorum miklu betri í 90 mínútur, þeir voru í brasi að skapa sér færi og áttu bara eitt skot á markið. En þeir eru það góðir að þeir geta refsað þegar við slökkvum á okkur í nokkrar sekúndur og svona er þetta bara. Við þurfum að líta fram á veginn, við erum að spila vel og getum gert mjög góða hluti í þessari deild," sagði Alex Freyr, sem var svo spurður út í dómgæsluna. Alex kom boltanum í netið í fyrri hálfleik en markið ekki dæmt gilt vegna hendi í aðdragandanum, sem virðist hafa verið rangur dómur.

„Ég skoraði löglegt mark með lærinu og mér finnst ótrúlegt hvernig hann heldur að þetta hafi farið í höndina á mér, þetta er bara sorglegt. Þetta er móment sem er tekið af mér og það er bara eins og það er. Ég er ógeðslega svekktur. Hann mun sjá þetta í kvöld og kannski sendir hann mér skilaboð. Ég fékk engin svör inni á vellinum, bara að ég ætti að þegja."

Alex er mjög sáttur með hvernig liðið brást við mótlætinu í dómgæslunni þó að það hafi vantað aðeins upp á ákvarðanatökuna á síðasta vallarþriðjunginum. Hann er þó ekki sáttur með aðra umdeilda dómaraákvörðun, þegar Fram vildi fá vítaspyrnu í seinni hálfleik.

„Það var bara víti. Gummi Magg stígur fyrir boltann og fær manninn í bakið. Ég skil ekki hvernig það er ekki víti. Ótrúlegt."

Fram er með þrjú stig eftir tvær fyrstu umferðir Íslandsmótsins en næsti leikur er á útivelli gegn sterku liði KR.
Athugasemdir
banner
banner