Arsenal og Chelsea hafa áhuga á Murillo - Liverpool undirbýr mettilboð í Neves - Man Utd vill halda Casemiro
   mán 15. apríl 2024 15:19
Elvar Geir Magnússon
Gagnrýnir liðsval Arteta - „Hann hefði átt að byrja á bekknum“
Sparkspekingarnir Gary Neville og Paul Merson gagnrýndu báðir brasilíska sóknarmanninn Gabriel Jesus eftir 0-2 tap Arsenal gegn Aston Villa í gær.

Manchester City er komið í bílstjórasætið í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn eftir að Arsenal og Liverpool töpuðu bæði á heimavöllum sínum.

Arteta gerði breytingar á byrjunarliði sínu, Kai Havertz var settur á miðsvæðið, Leandro Trossard kom inn vinstra megin og Gabriel Jesus sem fremsti maður.

Neville segir að Jesus hafi virkað ryðgaður í leiknum og skapað vandamál í sóknaraðgerðum Arsenal. Merson gagnrýndi Arteta fyrir að hafa verið að gera breytingar á byrjunarliðinu.

„Ég sagði það fyrir leikinn að ég væri ekki hrifinn af byrjunarliðinu hjá Arteta. Hann hefði átt að halda sig við sigurlið en ekki láta blindast af einhverri 25 mínútna innkomu gegn Bayern München. Jesus átti að vera til taks af bekknum," segir Merson.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 12 9 2 1 24 6 +18 29
2 Chelsea 12 7 2 3 23 11 +12 23
3 Man City 12 7 1 4 24 10 +14 22
4 Aston Villa 12 6 3 3 15 11 +4 21
5 Crystal Palace 12 5 5 2 16 9 +7 20
6 Brighton 12 5 4 3 19 16 +3 19
7 Sunderland 12 5 4 3 14 11 +3 19
8 Bournemouth 12 5 4 3 19 20 -1 19
9 Tottenham 12 5 3 4 20 14 +6 18
10 Man Utd 12 5 3 4 19 19 0 18
11 Everton 12 5 3 4 13 13 0 18
12 Liverpool 12 6 0 6 18 20 -2 18
13 Brentford 12 5 1 6 18 19 -1 16
14 Newcastle 12 4 3 5 13 15 -2 15
15 Fulham 12 4 2 6 13 16 -3 14
16 Nott. Forest 12 3 3 6 13 20 -7 12
17 West Ham 12 3 2 7 15 25 -10 11
18 Leeds 12 3 2 7 11 22 -11 11
19 Burnley 12 3 1 8 14 24 -10 10
20 Wolves 12 0 2 10 7 27 -20 2
Athugasemdir
banner