Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 15. maí 2021 18:33
Anton Freyr Jónsson
Villi Haralds: Deildin er jöfn þó fjölmiðlamenn hafi ekki trú á því
Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Breiðabliks.
Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður mjög vel, það var mjög gott fyrir okkur að svara fyrir síðasta leik strax, það var mjög mikilvægt. Þetta var hörkuleikur." voru fyrstu viðbrögð Vilhjálms Kára Haraldssonar þjálfara Breiðabliks.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Þór/KA

Hvernig fannst Vilhjálmi leikurinn spilast í dag?

„Svipað og ég bjóst við. Við erum búnir að segja það við þjálfararnir að deildin er jöfn, þó fjölmiðlamenn hafa ekki alveg trú á því. Þetta eru bara jafnir leikir og hörkuleikir og allir geta unnið alla. Mér fannst við bara ná fínu leik í dag, við sköpuðum okkur töluvert af færum og baráttan var góð."

Vilhjálmur var ánægður með vinnuframlag sinna stúlkna á vellinum í dag.

„Sérstaklega náttúrulega bara frábær barátta, þær byrjuðu grimmar og við svona þurftum aðeins að finna taktinn og þá skiptir svo miklu máli að byrja með baráttu og geta svarað á móti"

Breiðablik fær Tindastól í næsta leik í deildinni og býst Vilhjálmur við hörkuleik.

„Það er bara eins og allt, erfiður leikur þetta er bara ósköp einfallt, við spiluðum við þær í Lengjubikarnum og vitum að þær eru með mjög öflugt lið og það verður erfiður leikur eins og allir þessir leikir."

Viðtalið má sjá í heild hér í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner