Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   lau 15. maí 2021 18:33
Anton Freyr Jónsson
Villi Haralds: Deildin er jöfn þó fjölmiðlamenn hafi ekki trú á því
Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Breiðabliks.
Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður mjög vel, það var mjög gott fyrir okkur að svara fyrir síðasta leik strax, það var mjög mikilvægt. Þetta var hörkuleikur." voru fyrstu viðbrögð Vilhjálms Kára Haraldssonar þjálfara Breiðabliks.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Þór/KA

Hvernig fannst Vilhjálmi leikurinn spilast í dag?

„Svipað og ég bjóst við. Við erum búnir að segja það við þjálfararnir að deildin er jöfn, þó fjölmiðlamenn hafa ekki alveg trú á því. Þetta eru bara jafnir leikir og hörkuleikir og allir geta unnið alla. Mér fannst við bara ná fínu leik í dag, við sköpuðum okkur töluvert af færum og baráttan var góð."

Vilhjálmur var ánægður með vinnuframlag sinna stúlkna á vellinum í dag.

„Sérstaklega náttúrulega bara frábær barátta, þær byrjuðu grimmar og við svona þurftum aðeins að finna taktinn og þá skiptir svo miklu máli að byrja með baráttu og geta svarað á móti"

Breiðablik fær Tindastól í næsta leik í deildinni og býst Vilhjálmur við hörkuleik.

„Það er bara eins og allt, erfiður leikur þetta er bara ósköp einfallt, við spiluðum við þær í Lengjubikarnum og vitum að þær eru með mjög öflugt lið og það verður erfiður leikur eins og allir þessir leikir."

Viðtalið má sjá í heild hér í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner