Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
   mið 15. maí 2024 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Pochettino: Vil ekki þurfa að nota afsakanir á næstu leiktíð
Mynd: EPA
Chelsea heimsækir Brighton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og var Mauricio Pochettino, yfirþjálfari Chelsea, spurður út í framtíðina sína á fréttamannafundi fyrir leik.

Hann býst við að vera áfram við stjórnvölinn hjá Chelsea, en hann vill ekki þurfa að hafa neinar afsakanir fyrir slöku gengi á næstu leiktíð eins og hefur verið á þessu tímabili.

„Á næstu leiktíð þá vil ég ekki þurfa að nota afsakanir eins og að við erum með ungt lið eða að glíma við mikið af meiðslum," sagði Pochettino meðal annars.

„Við erum að gera stórkostlega hluti á þessu tímabili miðað við aðstæður. Við höfum þurft að glíma við margt á erfiðri leiktíð en það mikilvægasta fyrir okkur er að halda rónni, leggja mikið á okkur og virkilega trúa á verkefnið."

Chelsea er í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur og er í harðri baráttu um Evrópusæti. Það leit ekki út fyrir að Chelsea ætti möguleika á Evrópusæti fyrr á leiktíðinni en liðinu hefur gengið afar vel á undanförnum mánuðum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 38 28 7 3 96 34 +62 91
2 Arsenal 38 28 5 5 91 29 +62 89
3 Liverpool 38 24 10 4 86 41 +45 82
4 Aston Villa 38 20 8 10 76 61 +15 68
5 Tottenham 38 20 6 12 74 61 +13 66
6 Chelsea 38 18 9 11 77 63 +14 63
7 Newcastle 38 18 6 14 85 62 +23 60
8 Man Utd 38 18 6 14 57 58 -1 60
9 West Ham 38 14 10 14 60 74 -14 52
10 Crystal Palace 38 13 10 15 57 58 -1 49
11 Brighton 38 12 12 14 55 62 -7 48
12 Bournemouth 38 13 9 16 54 67 -13 48
13 Fulham 38 13 8 17 55 61 -6 47
14 Wolves 38 13 7 18 50 65 -15 46
15 Everton 38 13 9 16 40 51 -11 40
16 Brentford 38 10 9 19 56 65 -9 39
17 Nott. Forest 38 9 9 20 49 67 -18 32
18 Luton 38 6 8 24 52 85 -33 26
19 Burnley 38 5 9 24 41 78 -37 24
20 Sheffield Utd 38 3 7 28 35 104 -69 16
Athugasemdir
banner
banner
banner