Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
banner
   lau 15. júní 2024 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kvennalandsliðið aldrei verið ofar á heimslistanum
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Íslenska kvennalandsliðið hefur aldrei verið ofar á heimslista FIFA en liðið er í 14. sæti á nýútgefnum styrkleikalista. Liðið fer upp um eitt sæti, uppfyrir Ítalíu frá síðustu útgáfu listans.


Þetta er jöfnun á besta árangri liðsins. Liðið náði því fyrst í ágúst 2022 og aftur í mars og ágúst ári síðar.

Liðið hefur farið vel af stað í undankeppni EM 2025 en liðið er í 2. sæti í sínum riðli með 7 stig eftir fjóra leiki. Liðið gerði jafntefli ytra gegn Austurríki og vann heima í síðasta landsliðsglugga en Ísland mun líklega berjast við Austurríki um 2. sætið í riðlinum sem gefur þátttökurétt á EM í Sviss á næsta ári.

Síðustu leikir Íslands í undankeppni EM fara fram í júlí þar sem liðið fær Þýskaland í heimsókn og heimsækir Pólland í lokaleiknum.

Spánn er á toppi listans en liðið varð heimsmeistari á síðasta ári eftir sigur á Englandi í úrslitum. Frakkland fer uppfyrir England í 2. sæti listans.


Athugasemdir
banner
banner
banner