Arsenal vill Williams og Merino - Sancho eftirsóttur - Trent vill vera áfram
Guðni Eiríks: Ef einhvertíman er hægt að tala um ósanngjörn úrslit þá er það í dag
Jóhannes Karl: Áttum innistæðu fyrir því að eitthvað myndi detta með okkur
J. Glenn: Við verðum að skora
Jóhann Kristinn: Þetta var ekki sjálfsagt
Höskuldur léttur: Ætli maður verði ekki að slá þetta met?
Dóri Árna: Ástæðan fyrir því að þeir koma inn í annarri umferð
Aron Elís klár í slaginn - „Þetta var gríðarlegt svekkelsi"
Vill að Víkingar verði „dirty" aftur - „Tölfræðin er lygilega góð"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Stefni á vallarmetið
Jón Þór: Enginn heimsendir að koma hingað og gera jafntefli
Heimir Guðjóns: Erum að reyna að breyta því að mönnum finnist skemmtilegt að koma á Kaplakrika
Hinrik Harðar: Ég held að pabbi hafi verið Skagamaður í þessum leik
Aron Bjarna: Vorum búnir að bíða í smá tíma eftir sigri í deildinni
Eyjólfur Héðins: Gott að spyrna sér aftur upp og ná góðum sigri
Rúnar Páll: Spyrjum að leikslokum hvernig þetta fer allt saman
Jökull: Skiptir ekki máli hvort við séum í Evrópukeppni eða deild - Viljum halda áfram að verða betri
Helgi Fróði: Hann er sá langbesti í deildinni
Pálmi Rafn: Þar liggur vandamálið okkar
Gunnar Magnús: Gleði að upplifa það loksins að vinna fótboltaleik
Donni um nýjan leikmann: Erum bara að bíða eftir leikheimild
   lau 15. júní 2024 19:51
Sölvi Haraldsson
Mikilvægt að halda í fallegar hefðir - „Mjög stór fígura í sögu Fjölnis“
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér fannst þetta vera massíf frammistaða hjá okkur.“ sagði Úlfur Arnar, þjálfari Fjölnis, eftir góðan 1-0 sigur á Þór Akureyri í dag á Extra vellinum.


Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  0 Þór

Úlfur segir að frammistaðan í dag hafi verið gífurlega þroskuð og góð hjá hans mönnum.

Hrós á þessa gaura aftast að halda búrinu hreinu. Það er erfitt að eiga við þessa sóknarmenn Þórs. Ég er hrikalega ánægður með strákana.

Það er ekki langt síðan Fjölnir og Þór mættust í bikarnum en þá tapaði Fjölnir 2-0, sá leikur var spilaður inni í Egilshöllinni. Núna unnu Fjölnir 1-0 en Úlli segir að Fjölnisliðið hafi verið miklu betra fram á við í dag en þá.

Við sköpuðum okkur meira og vorum heilt yfir betri sóknarlega. Síðan gáfum við þeim fyrsta markið í leiknum seinast. Það var jafn leikur en fyrsta markið í leikjum í þessari deild skiptir alltaf gífurlega miklu máli. Við töluðum um það í hálfleiknum að fyrsta markið myndi vera mikilvægt sem var raunin.

Næsti leikur Fjölnis er í Breiðholtinu gegn ÍR-ingum. Úlli hlakkar til að heimsækja 109.

Allir þessir leikir eru 50/50 leikir í þessari deild. Það er í raun magnað að horfa á þessa deild og sjá hvað öll liðin eru í raun og veru jöfn. Við erum hrikalega spenntir að takast á við ÍR-ingana.“

Fyrir fyrsta heimaleik hvers tímabils fer meistaraflokkur Fjölnis í knattspyrnu að leiði Steinars Ingimundarsonar og heiðrar minningu þess mikla Fjölnismanns. Steinar þjálfaði meistaraflokk karla hjá Fjölni árin 2002-2004 með góðum árangri en liðið fór upp um tvær deildir á jafnmörgum árum. Úlli talar um hvað það er mikilvægt að halda í hefðirnar og heimsækja Steinar.

„Það var ákveðið að bíða með heimsóknina þar til við myndum spila okkar fyrsta leik hér (í Dalhúsum). Við höfum alltaf unnið fyrsta heimaleik eftir að við heimsækjum Steinar held ég. Steinar er mjög stór fígúra í sögu Fjölnis. Hann kemur á sínum tíma með mikið sigurhugarfar inn í klúbbinn. Hann þjálfaði mig í 2. flokki og gríðalegur sigurvegari. Hann smitar þetta hugarfar inn í klúbbinn að vera sigurvegari. Við förum úr því að vera í 3. deild, litla sæta Fjölnir í Grafarvoginum nánast sveitarklúbbur, í að vera í næst efstu deild og komnir upp með alvöru árganga. Það kannski gaf okkur tóninn.“ sagði Úlli að lokum.

Viðtalið við Úlf Arnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner