Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   lau 15. júní 2024 19:51
Sölvi Haraldsson
Mikilvægt að halda í fallegar hefðir - „Mjög stór fígura í sögu Fjölnis“
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér fannst þetta vera massíf frammistaða hjá okkur.“ sagði Úlfur Arnar, þjálfari Fjölnis, eftir góðan 1-0 sigur á Þór Akureyri í dag á Extra vellinum.


Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  0 Þór

Úlfur segir að frammistaðan í dag hafi verið gífurlega þroskuð og góð hjá hans mönnum.

Hrós á þessa gaura aftast að halda búrinu hreinu. Það er erfitt að eiga við þessa sóknarmenn Þórs. Ég er hrikalega ánægður með strákana.

Það er ekki langt síðan Fjölnir og Þór mættust í bikarnum en þá tapaði Fjölnir 2-0, sá leikur var spilaður inni í Egilshöllinni. Núna unnu Fjölnir 1-0 en Úlli segir að Fjölnisliðið hafi verið miklu betra fram á við í dag en þá.

Við sköpuðum okkur meira og vorum heilt yfir betri sóknarlega. Síðan gáfum við þeim fyrsta markið í leiknum seinast. Það var jafn leikur en fyrsta markið í leikjum í þessari deild skiptir alltaf gífurlega miklu máli. Við töluðum um það í hálfleiknum að fyrsta markið myndi vera mikilvægt sem var raunin.

Næsti leikur Fjölnis er í Breiðholtinu gegn ÍR-ingum. Úlli hlakkar til að heimsækja 109.

Allir þessir leikir eru 50/50 leikir í þessari deild. Það er í raun magnað að horfa á þessa deild og sjá hvað öll liðin eru í raun og veru jöfn. Við erum hrikalega spenntir að takast á við ÍR-ingana.“

Fyrir fyrsta heimaleik hvers tímabils fer meistaraflokkur Fjölnis í knattspyrnu að leiði Steinars Ingimundarsonar og heiðrar minningu þess mikla Fjölnismanns. Steinar þjálfaði meistaraflokk karla hjá Fjölni árin 2002-2004 með góðum árangri en liðið fór upp um tvær deildir á jafnmörgum árum. Úlli talar um hvað það er mikilvægt að halda í hefðirnar og heimsækja Steinar.

„Það var ákveðið að bíða með heimsóknina þar til við myndum spila okkar fyrsta leik hér (í Dalhúsum). Við höfum alltaf unnið fyrsta heimaleik eftir að við heimsækjum Steinar held ég. Steinar er mjög stór fígúra í sögu Fjölnis. Hann kemur á sínum tíma með mikið sigurhugarfar inn í klúbbinn. Hann þjálfaði mig í 2. flokki og gríðalegur sigurvegari. Hann smitar þetta hugarfar inn í klúbbinn að vera sigurvegari. Við förum úr því að vera í 3. deild, litla sæta Fjölnir í Grafarvoginum nánast sveitarklúbbur, í að vera í næst efstu deild og komnir upp með alvöru árganga. Það kannski gaf okkur tóninn.“ sagði Úlli að lokum.

Viðtalið við Úlf Arnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner