Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   lau 15. júní 2024 19:51
Sölvi Haraldsson
Mikilvægt að halda í fallegar hefðir - „Mjög stór fígura í sögu Fjölnis“
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér fannst þetta vera massíf frammistaða hjá okkur.“ sagði Úlfur Arnar, þjálfari Fjölnis, eftir góðan 1-0 sigur á Þór Akureyri í dag á Extra vellinum.


Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  0 Þór

Úlfur segir að frammistaðan í dag hafi verið gífurlega þroskuð og góð hjá hans mönnum.

Hrós á þessa gaura aftast að halda búrinu hreinu. Það er erfitt að eiga við þessa sóknarmenn Þórs. Ég er hrikalega ánægður með strákana.

Það er ekki langt síðan Fjölnir og Þór mættust í bikarnum en þá tapaði Fjölnir 2-0, sá leikur var spilaður inni í Egilshöllinni. Núna unnu Fjölnir 1-0 en Úlli segir að Fjölnisliðið hafi verið miklu betra fram á við í dag en þá.

Við sköpuðum okkur meira og vorum heilt yfir betri sóknarlega. Síðan gáfum við þeim fyrsta markið í leiknum seinast. Það var jafn leikur en fyrsta markið í leikjum í þessari deild skiptir alltaf gífurlega miklu máli. Við töluðum um það í hálfleiknum að fyrsta markið myndi vera mikilvægt sem var raunin.

Næsti leikur Fjölnis er í Breiðholtinu gegn ÍR-ingum. Úlli hlakkar til að heimsækja 109.

Allir þessir leikir eru 50/50 leikir í þessari deild. Það er í raun magnað að horfa á þessa deild og sjá hvað öll liðin eru í raun og veru jöfn. Við erum hrikalega spenntir að takast á við ÍR-ingana.“

Fyrir fyrsta heimaleik hvers tímabils fer meistaraflokkur Fjölnis í knattspyrnu að leiði Steinars Ingimundarsonar og heiðrar minningu þess mikla Fjölnismanns. Steinar þjálfaði meistaraflokk karla hjá Fjölni árin 2002-2004 með góðum árangri en liðið fór upp um tvær deildir á jafnmörgum árum. Úlli talar um hvað það er mikilvægt að halda í hefðirnar og heimsækja Steinar.

„Það var ákveðið að bíða með heimsóknina þar til við myndum spila okkar fyrsta leik hér (í Dalhúsum). Við höfum alltaf unnið fyrsta heimaleik eftir að við heimsækjum Steinar held ég. Steinar er mjög stór fígúra í sögu Fjölnis. Hann kemur á sínum tíma með mikið sigurhugarfar inn í klúbbinn. Hann þjálfaði mig í 2. flokki og gríðalegur sigurvegari. Hann smitar þetta hugarfar inn í klúbbinn að vera sigurvegari. Við förum úr því að vera í 3. deild, litla sæta Fjölnir í Grafarvoginum nánast sveitarklúbbur, í að vera í næst efstu deild og komnir upp með alvöru árganga. Það kannski gaf okkur tóninn.“ sagði Úlli að lokum.

Viðtalið við Úlf Arnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir