PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
   lau 15. júní 2024 19:51
Sölvi Haraldsson
Mikilvægt að halda í fallegar hefðir - „Mjög stór fígura í sögu Fjölnis“
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér fannst þetta vera massíf frammistaða hjá okkur.“ sagði Úlfur Arnar, þjálfari Fjölnis, eftir góðan 1-0 sigur á Þór Akureyri í dag á Extra vellinum.


Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  0 Þór

Úlfur segir að frammistaðan í dag hafi verið gífurlega þroskuð og góð hjá hans mönnum.

Hrós á þessa gaura aftast að halda búrinu hreinu. Það er erfitt að eiga við þessa sóknarmenn Þórs. Ég er hrikalega ánægður með strákana.

Það er ekki langt síðan Fjölnir og Þór mættust í bikarnum en þá tapaði Fjölnir 2-0, sá leikur var spilaður inni í Egilshöllinni. Núna unnu Fjölnir 1-0 en Úlli segir að Fjölnisliðið hafi verið miklu betra fram á við í dag en þá.

Við sköpuðum okkur meira og vorum heilt yfir betri sóknarlega. Síðan gáfum við þeim fyrsta markið í leiknum seinast. Það var jafn leikur en fyrsta markið í leikjum í þessari deild skiptir alltaf gífurlega miklu máli. Við töluðum um það í hálfleiknum að fyrsta markið myndi vera mikilvægt sem var raunin.

Næsti leikur Fjölnis er í Breiðholtinu gegn ÍR-ingum. Úlli hlakkar til að heimsækja 109.

Allir þessir leikir eru 50/50 leikir í þessari deild. Það er í raun magnað að horfa á þessa deild og sjá hvað öll liðin eru í raun og veru jöfn. Við erum hrikalega spenntir að takast á við ÍR-ingana.“

Fyrir fyrsta heimaleik hvers tímabils fer meistaraflokkur Fjölnis í knattspyrnu að leiði Steinars Ingimundarsonar og heiðrar minningu þess mikla Fjölnismanns. Steinar þjálfaði meistaraflokk karla hjá Fjölni árin 2002-2004 með góðum árangri en liðið fór upp um tvær deildir á jafnmörgum árum. Úlli talar um hvað það er mikilvægt að halda í hefðirnar og heimsækja Steinar.

„Það var ákveðið að bíða með heimsóknina þar til við myndum spila okkar fyrsta leik hér (í Dalhúsum). Við höfum alltaf unnið fyrsta heimaleik eftir að við heimsækjum Steinar held ég. Steinar er mjög stór fígúra í sögu Fjölnis. Hann kemur á sínum tíma með mikið sigurhugarfar inn í klúbbinn. Hann þjálfaði mig í 2. flokki og gríðalegur sigurvegari. Hann smitar þetta hugarfar inn í klúbbinn að vera sigurvegari. Við förum úr því að vera í 3. deild, litla sæta Fjölnir í Grafarvoginum nánast sveitarklúbbur, í að vera í næst efstu deild og komnir upp með alvöru árganga. Það kannski gaf okkur tóninn.“ sagði Úlli að lokum.

Viðtalið við Úlf Arnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner