Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   fim 15. júlí 2021 21:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð Ingvars: Maður er í fótbolta út af þessu
Davíð Ingvars - ný mynd af Davíð kemur í myndaveislu á næstunni.  Hann er kominn með glæsilegt ljóst hár.
Davíð Ingvars - ný mynd af Davíð kemur í myndaveislu á næstunni. Hann er kominn með glæsilegt ljóst hár.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Þetta er algjör snilld, það er eitthvað síðan að Blikar fóru áfram í Evrópu (2013) og ég er hrikalega sáttur að við skildum klára þetta almennilega. Sérstaklega á heimavelli með því að halda markinu hreinu," sagði Davíð Ingvarsson, leikmaður Breiðabliks, eftir sigur gegn Racing Union í Sambandsdeildinni.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Racing Union

„Við erum mjög sáttir með frammistöðuna, vorum mjög þolinmóðir sem hefur kannski stundum vantað. Mér fannst mjög gaman að sjá hversu þolinmóðir við vorum að halda boltanum."

Gestirnir biðu eftir feilsendingum frá Blikum
Þeir ógnuðu ykkur ekkert rosalega mikið, eitt stangarskot en annars virkuðuð þið alveg með þá.

„Já, við sáum alveg hvernig planið þeirra var. Þeir voru að bíða eftir að við kæmum með einhverjar feilsendingar og ætluðu að sækja hratt á okkur eftir það. Það var lítið af þeim í dag."

Getiðið þið fagnað þessum sigri vitandi af leikjunum sem eru framundan?

„Við fögnum þessu í kvöld og svo fer einbeitingin öll á leikinn gegn KR á sunnudaginn."

Alltaf gaman að fá stoðsendingu
Varstu sáttur með eigin frammistöðu? „Já, mjög. Þetta gekk vel heilt yfir og liðið var að spila vel sem hjálpar mikið."

Draumasending svo á Jason Daða í fyrra markinu. „Já, það er alltaf gaman að fá stoðsendingu. Við viljum að einhverjir mæti bæði á fjær og á nær - að menn fylli boxið eiginlega alltaf."

Árni Vilhjálmsson kom sterkur inn og hefur núna komið með tvær innkomur eftir meiðslin.

„Já, algjörlega. Það er gaman sjá Árna koma inn með þennan kraft og hann veldur alltaf miklum usla í fremstu línu."

Verið í brasi í Frostaskjólinu
Hvernig líst þér á að mæta KR? „Mjög vel, við erum alltaf í einhverju brasi þegar við komum í Frostaskjólið en við ætlum að breyta því á sunnudaginn. Það er kominn tími til að við gerum það."

Í þessu til að spila á móti stórum liðum
Hvernig líst þér á að mæta Austria Vín í næstu umferð í Sambandsdeildinni? „Það er bara algjör veisla. Maður er í fótbolta út af þessu, að fá að spila á móti stórum liðum og öðlast reynslu," sagði Davíð að lokum.
Athugasemdir
banner
banner