Bandaríska félagið Tampa Bay Sun er búið að krækja sér í Andreu Rán Snæfeld Hauksdóttur, sem kemur til félagsins úr röðum FH.
Andrea hefur spilað 11 leiki með FH í Bestu deild kvenna í sumar, en hún var hjá Breiðabliki fyrir það. Þar áður spilaði hún í bandaríska háskólaboltanum og fyrir Le Havre í Frakklandi, Houston Dash í efstu deild í Bandaríkjunum og América og Mazatlán í efstu deild í Mexíkó.
Andrea er því afar leikreynd, en hún er 28 ára gömul og á 12 A-landsleiki að baki fyrir Íslands hönd.
Tampa Bay Sun leikur í bandarísku ofurdeildinni, sem er ný deild þar í landi. Ofurdeildin mun því berjast við núverandi efstu deild kvenna um áhorf, en það er engin tenging á milli deildanna. Það eru engin félög sem fara upp eða niður um deild, heldur eru þetta tvær deildir að keppast um áhorf á sama markaði.
BACK IN THE BAY! Tampa Bay Sun FC welcomes USF Alum Andrea Hauksdottir to the team! The midfielder last played professionally with FH Hafnarfjörður in Iceland.#EnergizeTheBay #DefendTheBay pic.twitter.com/pcs4kHolqL
— Tampa Bay Sun FC (@TampaBaySunFC) July 15, 2024
Athugasemdir