Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mán 15. júlí 2024 21:01
Ívan Guðjón Baldursson
Andrea Rán skiptir til Bandaríkjanna (Staðfest)
Mynd: Club America
Bandaríska félagið Tampa Bay Sun er búið að krækja sér í Andreu Rán Snæfeld Hauksdóttur, sem kemur til félagsins úr röðum FH.

Andrea hefur spilað 11 leiki með FH í Bestu deild kvenna í sumar, en hún var hjá Breiðabliki fyrir það. Þar áður spilaði hún í bandaríska háskólaboltanum og fyrir Le Havre í Frakklandi, Houston Dash í efstu deild í Bandaríkjunum og América og Mazatlán í efstu deild í Mexíkó.

Andrea er því afar leikreynd, en hún er 28 ára gömul og á 12 A-landsleiki að baki fyrir Íslands hönd.

Tampa Bay Sun leikur í bandarísku ofurdeildinni, sem er ný deild þar í landi. Ofurdeildin mun því berjast við núverandi efstu deild kvenna um áhorf, en það er engin tenging á milli deildanna. Það eru engin félög sem fara upp eða niður um deild, heldur eru þetta tvær deildir að keppast um áhorf á sama markaði.


Athugasemdir
banner
banner
banner