Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mán 15. júlí 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Shaqiri hættur með landsliðinu
Xherdan Shaqiri.
Xherdan Shaqiri.
Mynd: EPA
Xherdan Shaqiri hefur ákveðið að hætta að spila með landsliði Sviss. Evrópumótið í Þýskalandi var hans síðasta stórmót með liðinu.

Shaqiri hefur farið á sjö stórmót með þjóð sinni og er án efa einn besti leikmaður í sögu Sviss.

Shaqiri, sem er 32 ára, virtist alltaf líða best í landsliðsbúningnum en hann lék alls 125 landsleik fyrir Sviss og skoraði hann í þeim 32 mörk.

Þessi öflugi kant- og miðjumaður spilar í dag með Chicago Fire í Bandaríkjunum en hann lék áður með Lyon, Liverpool, Stoke, Inter, Bayern München og Basel.

Hans síðasti landsleikur var gegn Englandi á EM í Þýskalandi þar sem Sviss tapaði í vítaspyrnukeppni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner