Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   lau 15. ágúst 2020 19:04
Magnús Þór Jónsson
Heimir: Við vorum slakir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lærisveinar Heimis Guðjónssonar náðu 5 stiga forskoti í PepsiMax-deildinni í dag með 1-0 sigri á KA.

"Þetta var heppnismark sem við fengum og gott að komast yfir en við spiluðum ekki vel.  Boltinn gekk of hægt og varnarlega vorum við of langt frá mönnunum okkar og ekki nógu gott skipulag."

Lestu um leikinn: Valur 1 -  0 KA

Heimir hrósaði mótherjum sínum í dag.

"Við vorum að spila á móti vel skipulögðu liði KA sem hefur tekið miklum framförum eftir að Addi tók við þeim og náð m.a. jafntefli við bæði KR og FH svo við erum sáttir með þessi þrjú stig.

Við vorum hundfúlir með varnarleikinn í hálfleik og hann var aðeins betri í seinni hálfleik en það má enn bæta hann."


Finnst Heimi þetta start og stopp til skiptis vera að marka boltann?

"Það tekur tíma að venjast þessu, það eru engir áhorfendur og reglugerðir sem eru að fara eftir.  Valsliðið ekki spilað í 18 daga og það tekur tíma að komast í gírinn".

Það var hávaði á Hlíðarenda eftir tap við Skaganum og nú eru Valsmenn með 5 stiga forskot eftir 16 stig af 18 mögulegum síðan. Þessi staða hlýtur að vera býsna gleðileg?

"Við tökum einn leik í einu, tökum þessi 3 stig og höldum áfram.  Við erum á toppnum núna þar sem allir vilja vera".

Ætla Valsmenn að styrkja hópinn í glugganum.

"Casper er að koma vel inn á æfingunum, við bindum miklar vonir við hann. Erum ánægðir með hópinn og reiknum ekki með frekari styrkingum."

Nánar er rætt við Heimi í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner