Man Utd og Liverpool meðal félaga sem vilja David - City reynir við Cambiaso - Romero eitt helsta skotmark Atletico
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
Hallgrímur Mar: Djöfull var hann mikilvægur
Björgvin Karl: Áttum í rauninni ekkert skilið
Arna um fyrsta markið: Átti alltaf að vera sending
El Clasico úrslitaleikurinn í beinni á Fótbolta.net
Bestur í Mjólkurbikarnum: Gerði þrennu fyrir KR nýorðinn 15 ára
Elmar Cogic: Allir góðir hlutir taka tíma
Sölvi: Neita að trúa því að það séu einhver þreytumerki á okkur
Magnús Már: Þetta er það sem gerist ef það er trú og liðsheild
Alex Freyr: Gleymist í umræðunni að við erum með hörkulið
„Fúlt að tapa fótboltaleik ef við getum kallað þetta fótboltaleik"
Þórsvöllur er gryfja - „Elska þetta vallarstæði"
Gabríel Hrannar: Er fyrst og fremst svekktur
   lau 15. ágúst 2020 19:04
Magnús Þór Jónsson
Heimir: Við vorum slakir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lærisveinar Heimis Guðjónssonar náðu 5 stiga forskoti í PepsiMax-deildinni í dag með 1-0 sigri á KA.

"Þetta var heppnismark sem við fengum og gott að komast yfir en við spiluðum ekki vel.  Boltinn gekk of hægt og varnarlega vorum við of langt frá mönnunum okkar og ekki nógu gott skipulag."

Lestu um leikinn: Valur 1 -  0 KA

Heimir hrósaði mótherjum sínum í dag.

"Við vorum að spila á móti vel skipulögðu liði KA sem hefur tekið miklum framförum eftir að Addi tók við þeim og náð m.a. jafntefli við bæði KR og FH svo við erum sáttir með þessi þrjú stig.

Við vorum hundfúlir með varnarleikinn í hálfleik og hann var aðeins betri í seinni hálfleik en það má enn bæta hann."


Finnst Heimi þetta start og stopp til skiptis vera að marka boltann?

"Það tekur tíma að venjast þessu, það eru engir áhorfendur og reglugerðir sem eru að fara eftir.  Valsliðið ekki spilað í 18 daga og það tekur tíma að komast í gírinn".

Það var hávaði á Hlíðarenda eftir tap við Skaganum og nú eru Valsmenn með 5 stiga forskot eftir 16 stig af 18 mögulegum síðan. Þessi staða hlýtur að vera býsna gleðileg?

"Við tökum einn leik í einu, tökum þessi 3 stig og höldum áfram.  Við erum á toppnum núna þar sem allir vilja vera".

Ætla Valsmenn að styrkja hópinn í glugganum.

"Casper er að koma vel inn á æfingunum, við bindum miklar vonir við hann. Erum ánægðir með hópinn og reiknum ekki með frekari styrkingum."

Nánar er rætt við Heimi í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner