Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   lau 15. ágúst 2020 19:04
Magnús Þór Jónsson
Heimir: Við vorum slakir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lærisveinar Heimis Guðjónssonar náðu 5 stiga forskoti í PepsiMax-deildinni í dag með 1-0 sigri á KA.

"Þetta var heppnismark sem við fengum og gott að komast yfir en við spiluðum ekki vel.  Boltinn gekk of hægt og varnarlega vorum við of langt frá mönnunum okkar og ekki nógu gott skipulag."

Lestu um leikinn: Valur 1 -  0 KA

Heimir hrósaði mótherjum sínum í dag.

"Við vorum að spila á móti vel skipulögðu liði KA sem hefur tekið miklum framförum eftir að Addi tók við þeim og náð m.a. jafntefli við bæði KR og FH svo við erum sáttir með þessi þrjú stig.

Við vorum hundfúlir með varnarleikinn í hálfleik og hann var aðeins betri í seinni hálfleik en það má enn bæta hann."


Finnst Heimi þetta start og stopp til skiptis vera að marka boltann?

"Það tekur tíma að venjast þessu, það eru engir áhorfendur og reglugerðir sem eru að fara eftir.  Valsliðið ekki spilað í 18 daga og það tekur tíma að komast í gírinn".

Það var hávaði á Hlíðarenda eftir tap við Skaganum og nú eru Valsmenn með 5 stiga forskot eftir 16 stig af 18 mögulegum síðan. Þessi staða hlýtur að vera býsna gleðileg?

"Við tökum einn leik í einu, tökum þessi 3 stig og höldum áfram.  Við erum á toppnum núna þar sem allir vilja vera".

Ætla Valsmenn að styrkja hópinn í glugganum.

"Casper er að koma vel inn á æfingunum, við bindum miklar vonir við hann. Erum ánægðir með hópinn og reiknum ekki með frekari styrkingum."

Nánar er rætt við Heimi í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner
banner
banner