Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   mán 15. ágúst 2022 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Napoli og Juventus mæta til leiks
Mynd: EPA

Það á eftir að spila tvo leiki í viðbót til að ljúka fyrstu umferð ítalska deildartímabilsins og mæta tvö af stærstu liðum deildarinnar til leiks.


Napoli byrjar daginn á útivelli gegn Verona áður en Juventus tekur á móti Sassuolo.

Napoli er búið að missa Kalidou Koulibaly, Dries Mertens og Lorenzo Insigne á síðustu mánuðum á meðan Juve er búið að missa gríðarlega marga leikmenn á borð við Matthijs de Ligt, Giorgio Chiellini, Alvaro Morata og Paulo Dybala.

Helsti munurinn er sá að Juve er búið að fá nýja leikmenn inn en það gengur ekki jafn vel hjá Napoli. Juve er búið að næla í Bremer, Filip Kostic, Paul Pogba og Angel Di Maria í sumar á meðan Napoli hefur einungis tekist að krækja í talsvert óþekktari leikmenn.

Andstæðingar stórveldanna eru alls ekki einfaldir og sérstaklega ekki Verona sem hefur endað í efri hluta deildarinnar öll þrjú árin síðan félagið kom upp úr B-deildinni.

Sassuolo hefur átt svipuðu gengi að fagna og Verona en félagið er búið að missa lykilmann í sumar og gæti misst einn eða tvo í viðbót. West Ham keypti Gianluca Scamacca og eru félög sem hafa áhuga á Giacomo Raspadori og Junior Traore.

Domenico Berardi hefur þá einnig verið orðaður við félagsskipti en Sassuolo er búið að krækja í framherjana Agustin Alvarez og Andrea Pinamonti í sumar auk kantmanna og miðjumanna.

Leikir dagsins:
16:30 Verona - Napoli (Stöð 2 Sport 2)
18:45 Juventus - Sassuolo (Stöð 2 Sport 2)


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 10 7 1 2 16 8 +8 22
2 Inter 10 7 0 3 24 12 +12 21
3 Milan 10 6 3 1 15 7 +8 21
4 Roma 10 7 0 3 10 5 +5 21
5 Bologna 10 5 3 2 16 8 +8 18
6 Juventus 10 5 3 2 14 10 +4 18
7 Como 10 4 5 1 12 6 +6 17
8 Lazio 10 4 3 3 13 7 +6 15
9 Udinese 10 4 3 3 12 15 -3 15
10 Cremonese 10 3 5 2 12 12 0 14
11 Atalanta 10 2 7 1 13 8 +5 13
12 Sassuolo 10 4 1 5 11 12 -1 13
13 Torino 10 3 4 3 10 16 -6 13
14 Cagliari 10 2 3 5 9 14 -5 9
15 Lecce 10 2 3 5 8 14 -6 9
16 Parma 10 1 4 5 5 12 -7 7
17 Pisa 10 0 6 4 7 14 -7 6
18 Genoa 10 1 3 6 6 14 -8 6
19 Verona 10 0 5 5 6 16 -10 5
20 Fiorentina 10 0 4 6 7 16 -9 4
Athugasemdir
banner
banner
banner