Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   þri 15. ágúst 2023 12:40
Elvar Geir Magnússon
Sterkasta lið 19. umferðar - Gunnar Vatnhamar í fimmta sinn
HK-ingar voru Vatnhamraðir.
HK-ingar voru Vatnhamraðir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Theodór Elmar Bjarnason.
Theodór Elmar Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ernir Bjarnason.
Ernir Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur er með átta stiga forystu eftir 19. umferð Bestu deildarinnar en liðið pakkaði HK saman 6-1 á Heimavelli hamingjunnar. Færeyski landsliðsmaðurinn Gunnar Vatnhamar hefur verið algjörlega frábær og hann var maður leiksins í þessum leik, skoraði tvö mörk.

Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings var í banni og því ekki á hliðarlínunni en er samt sem áður þjálfari umferðarinnar, ásamt aðstoðarþjálfaranum Sölva Geir Ottesen. Þá er Logi Tómasson í Sterkasta liðinu í boði Steypustöðvarinnar.



Valsmenn misstigu sig gegn Keflavík og voru á endanum stálheppnir að ná jafntefli. Keflavík komst yfir í uppbótartíma en strax á eftir jafnaði Birkir Már Sævarsson og 1-1 urðu lokatölur. Ernir Bjarnason leikmaður Keflavíkur var valinn maður leiksins.

Stjarnan heldur áfram á siglingu og vann 4-0 útisigur gegn Fylki þar sem Emil Atlason skoraði tvö og var gríðarlega nálægt þrennunni. Tveir aðrir Stjörnumenn eru í úrvalsliðinu; Árni Snær Ólafsson og Hilmar Árni Halldórsson.

Benoný Breki Andrésson var meðal markaskorara KR sem vann 3-2 sigur gegn Fram og Theodór Elmar Bjarnason átti virkilega góðan leik fyrir Vesturbæinga.

Ágúst Eðvald Hlynsson var valinn maður leiksins í 1-1 jafntefli Breiðabliks gegn KA og Davíð Snær Jóhannsson var maður leiksins í 3-2 sigri FH gegn ÍBV.

Sjá einnig:
Sterkasta lið 18. umferðar
Sterkasta lið 17. umferðar
Sterkasta lið 16. umferðar
Sterkasta lið 15. umferðar
Sterkasta lið 14. umferðar
Sterkasta lið 13. umferðar
Sterkasta lið 12. umferðar
Sterkasta lið 11. umferðar
Sterkasta lið 10. umferðar
Sterkasta lið 9. umferðar
Sterkasta lið 8. umferðar
Sterkasta lið 7. umferðar
Sterkasta lið 6. umferðar
Sterkasta lið 5. umferðar
Sterkasta lið 4. umferðar
Sterkasta lið 3. umferðar
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner