Fimm af sex leikjum 15. umferðar voru spilaðir á síðustu dögum en leikur KA og Víkings fór hinsvegar fram þann 25. maí. Þar vann Víkingur 4-0 útisigur gegn KA og á flesta fulltrúa í liði umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar.
Arnar Gunnlaugsson er þjálfari umferðarinnar og þrír leikmenn eru í úrvalsliðinu. Þar á meðal er Birnir Snær Ingason sem skoraði og lagði upp í leiknum, hann var valinn maður leiksins.
Matthías Vilhjálmsson skoraði einnig í leiknum og þá er Logi Tómasson í varnarlínunni.
Arnar Gunnlaugsson er þjálfari umferðarinnar og þrír leikmenn eru í úrvalsliðinu. Þar á meðal er Birnir Snær Ingason sem skoraði og lagði upp í leiknum, hann var valinn maður leiksins.
Matthías Vilhjálmsson skoraði einnig í leiknum og þá er Logi Tómasson í varnarlínunni.
Stjarnan vann glæsilegan 2-0 sigur á Val á mánudaginn þar sem Eggert Aron Guðmundsson heldur áfram að fara á kostum, skoraði annað mark leiksins og var valinn maður leiksins. Guðmundur Kristjánsson skoraði fyrra markið og þá er Daníel Laxdal einnig í úrvalsliðinu.
Á föstudag var Ágúst Eðvald Hlynsson hetja Breiðabliks þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Fram og Viktor Örn Margeirsson kom í veg fyrir að Fram næði að jafna.
Á sunnudag gerðu ÍBV og Keflavík 1-1 jafntefli. Hermann Þór Ragnarsson var öflugur í sókn Eyjamanna, skoraði mark þeirra og var valinn maður leiksins.
Í gær voru svo tveir leikir. Simen Kjellevold varði vítaspyrnu í 1-0 sigri KR gegn FH og þá er Ragnar Bragi Sveinsson í liðinu eftir markalaust jafntefli Fylkis og HK.
Sjá einnig:
Sterkasta lið 13. umferðar
Sterkasta lið 12. umferðar
Sterkasta lið 11. umferðar
Sterkasta lið 10. umferðar
Sterkasta lið 9. umferðar
Sterkasta lið 8. umferðar
Sterkasta lið 7. umferðar
Sterkasta lið 6. umferðar
Sterkasta lið 5. umferðar
Sterkasta lið 4. umferðar
Sterkasta lið 3. umferðar
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 1. umferðar
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir