Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel: Ég er hættur að spila
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Viðtal við Elmar Atla
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Viðtal við Luke Rae
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
Sá efnilegasti 2025: Við í Vestra þekkjum að spila leiki þar sem allt er undir
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
banner
   sun 15. september 2019 19:54
Daníel Smári Magnússon
Brynjar Björn: Óþarfi að henda mönnum út af fyrir smotterí
Brynjar Björn sagði stigið það minnsta sem HK áttu skilið.
Brynjar Björn sagði stigið það minnsta sem HK áttu skilið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var það minnsta sem að við áttum skilið, það var allavega að fá eitt stig útúr þessu. Mér fannst við spila vel, við leystum það að spila upp völlinn og koma okkur í fyrirgjafastöður og ágætis færi. Við fengum kannski ekki mikið af dauðafærum og hefðum getað gert betur í þeim stöðum sem við fengum. Eftir að þeir skora uppúr engu, að þá fannst mér við verið með leikinn í hendi okkar,'' sagði Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK eftir dramatískt jafntefli KA og HK í Pepsi Max deild karla.

Lestu um leikinn: KA 1 -  1 HK

„Uppleggið var bara svolítið eins og leikurinn spilaðist, fara útá kantana og spila framhjá þeirra kantmönnum. Við náðum að komast á bakvið bakverðina trekk í trekk, síðan náðum við upp ákef, sem hafði vantað frá því í síðasta leik. Við megum vera aðeins gráðugir áfram á tímabilinu, þó að það sé lítið eftir af því,'' sagði Brynjar.

Björn Berg Bryde fékk að líta rauða spjaldið í leiknum. Hvernig horfði sá dómur við Brynjari?

„Óþarfi bara. Ég man ekki hvernig fyrra gula spjaldið var, en mér fannst þetta ekki grófur leikur. Hann var vel spilaður af báðum liðum og heiðarlegur. Mér fannst svona óþarfi að vera að henda mönnum útaf fyrir smotterí.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner