Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 15. september 2020 23:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
3. deild: Sannfærandi sigur KV - KFG upp að hlið Augnabliks
KV og Reynir S. á hraðri leið upp um deild.
KV er á mjög góðri leið upp í 2. deild.
KV er á mjög góðri leið upp í 2. deild.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir leikir hófust klukkan 22:00 í 3. deild karla. Leikið var á KR-vellinum í Vesturbæ og á Würth-vellinum í Árbæ.

Í Vesturbænum tóku heimamenn í KV, sem voru í toppsæt deildarinnar fyrir umferðina, á móti Augnabliki.

Í Árbænum tóku heimamenn í Elliða á móti KFG og voru það gestirnir sem fóru heim með öll stigin. Það var Simon Filip Speri sem skoraði eina mark leiksins á 26. mínútu.

Önnur úrslit:
3. deild: Sewa skoraði þrennu fyrir Stólana - Magnús tryggði Reyni sigur

Staðan í deildinni
KV er áfram í toppsætinu með 37 stig, tveimur meira en Reynir í öðru sætinu. Augnablik og KFG eru í þriðja til fjórða sæti, tíu stigum frá efstu liðunum þegar sex umferðir eru eftir. Tindastóll, Sindri og Elliði eru í næstu sætum.

Í 8. sæti eru Vængir Júpíters með 18 stig, Ægir er með 17 eins og Einherji og í fallsætunum eru Höttur/Huginn með 15 stig og Álftanes með 13 stig. Næsta umferð fer fram á laugardag.

Elliði 0 -1 KFG
0-1 Simon Filip Speri ('26)

KV 4 - 1 Augnablik
1-0 Kristinn Daníel Kristinsson ('11)
2-0 Einar Már Þórisson ('28, víti)
3-0 Björn Axel Guðjónsson ('37)
3-1 Þorbergur Þór Steinarsson ('51)
4-1 Ingólfur Sigurðsson ('82)

Athugasemdir
banner
banner
banner