Arsenal og Man Utd berjast um Sane - Zubimendi til Arsenal? - Murillo orðaður við risa félög - Liverpool vill fá Pepi
   mið 15. september 2021 16:28
Elvar Geir Magnússon
Helgi Sig hættir með ÍBV (Staðfest)
Lengjudeildin
Helgi Sigurðsson kveður Vestmannaeyjar.
Helgi Sigurðsson kveður Vestmannaeyjar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV er í þjálfaraleit en Helgi Sigurðsson óskaði eftir að hætta með liðið. Samkvæmt tilkynningu Eyjamanna gerði hann það til að geta varið meiri tíma með fjölskyldu sinni.

ÍBV tryggði sér sæti í efstu deild að nýju um síðustu helgi en ein umferð er enn eftir af Lengjudeildinni.

Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari, hefur verið orðaður við starfið í Eyjum en 433.is segir útilokað að hann taki við. Heimir vonist eftir að fá samningstilboð erlendis frá.

Fróðlegt verður að sjá hver mun halda um stjórnartaumana hjá ÍBV í efstu deild á næsta tímabili.

Tilkynning ÍBV:
Eftir tvö ár sem þjálfari meistaraflokks karla hjá ÍBV hefur Helgi Sigurðsson óskað eftir að hætta með liðið eftir yfirstandandi keppnistímabil. Frá því ÍBV og Helgi hófu samstarf hafa aðstæður hans breyst og óskaði hann eftir að fá að hætta til að geta varið meiri tíma með fjölskyldunni. Knattspyrnuráð samþykkti beiðni Helga og líkur sem hér segir samstarfi okkar í mesta bróðerni.

ÍBV tryggði sér sæti í efstu deild í síðasta leik og náði þar með markmiði sínu í sumar með glæsibrag. Knattspyrnuráð vill þakka Helga fyrir samstarfið og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.

Áfram ÍBV; alltaf, alls staðar!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner