Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 15. september 2021 16:00
Elvar Geir Magnússon
Tielemans algjör fagmaður
Rodgers og Tielemans.
Rodgers og Tielemans.
Mynd: Getty Images
Belgíski miðjumaðurinn Youri Tielemans segir að hann haldi möguleikum sínum opnum.

Hann er í viðræðum við Leicester City um nýjan samning en hefur verið orðaður við Liverpool, Manchester United, Barcelona og Real Madrid.

Brendan Rodgers, stjóri Leicester, var spurður út í Tielemans á fréttamannafundi í dag.

„Ég hef lesið það sem Youri sagði, hann gaf hreinskilið svar. Hann er atvinnumaður og einn mesti fagmaður sem ég hef unnið með. Hann leggur sig alltaf allan fram," segir Rodgers.

„Það eru viðræður í gangi. Hann kemur á hverjum degi á æfingasvæðið og leggur sig fram. Hann mun vera þannig áfram, sama hvort hann verði hérna í fimm ár eða sex mánuði. Það er undir honum, umboðsmönnum hans og félaginu að ákveða hversu lengi hann verður."

Tielemans á tvö ár eftir af samningi sínum við Leicester. Af hverju hafa viðræður um nýjan samning tekið svona langan tíma?

„Ég hef ekki hugmynd. Ég einbeiti mér að fótboltanum. Það er engin dramatík. Það væru bara vandræði ef Tielemans væri ekki með hugann á réttum stað en þannig er staðan ekki," segir Rodgers.

Leicester á leik gegn Napoli í Evrópudeildinni á morgun.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner