Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 15. september 2022 11:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísak hljóp mest á Parken
Í baráttunni við Alex Telles í gær.
Í baráttunni við Alex Telles í gær.
Mynd: EPA
Ísak Bergmann Jóhannesson lék í gær sinn fyrsta Meistaradeildarleik á ferlinum. Hann var í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar sem gerði markalaust jafntefli við Sevilla í G-riðli.

Ísak lék fyrstu 86 mínútur leiksins og yfirgaf völlinn sem sá leikmaður sem hafði hlaupið mest í leiknum.

Samkvæmt þeirri tölfræði sem birt var eftir leikinn þá hljóp Ísak 11,81 km í leiknum, 20 metrum meira en Marko Stamenic sem hljóp næst mest. Victor Kristiansen kom svo næstur á eftir með 11,45 km.

Ísak varð í gær 16. Íslendingurinn til að spila í Meistaradeildinni. Liðsfélagi hans Hákon Arnar Haraldsson, sem kom inn á sem varamaður í gær, varð 15. Íslendingurinn í síðustu viku þegar hann kom inn á gegn Dortmund.

Ísak er nítján ára gamall og spilaði úti hægra megin í leiknum. Hann verður líklega í A-landsliðshópnum sem kemur saman eftir helgi. Framundan er vináttuleikur gegn Venesúela og leikur í Þjóðadeildinni gegn Albaníu.
Athugasemdir
banner
banner
banner