Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
banner
   þri 15. október 2019 15:52
Magnús Már Einarsson
Gústi Gylfa ræddi við nokkur félög - Áhugi erlendis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég held að ég hafi verið í sambandi við 7-8 lið," sagði Ágúst Gylfason við Fótbolta.net eftir að hann skrifaði undir þriggja ára samning við Gróttu í dag.

Ágúst hefur verið eftirsóttur undanfarnar vikur en erlend félög sýndu honum meðal annars áhuga. Samkvæmt heimildum Fótbolti.net ræddi HB við hann um að taka við af Heimi Guðjónssynis sem er að taka við Val eftir tvö ár í Færeyjum.

Ágúst staðfesti að félag í Færeyjum hefði haft samband við sig.„Það var er erlendis líka, í Færeyjum. Þeir höfðu áhuga en ég var ekki tilbúinn að flytja þangað," sagði Ágúst við Fótbolta.net í dag.

Ágúst ákvað á endanum að semja við nýliða Gróttu. „Þeir höfðu samband fyrir nokkrum dögum og ég fór á fund með þeim. Það hreif mig fljótlega að taka við Gróttu. Þeir seldu mér þetta vel og hugmyndafræði félagsins hentar mér vel. Að vinna með ungum og metnaðarfullum leikmönnum sem eru tilbúnir að leggja sig 100% fram. Ég er með Guðmund Steinarsson mér við hlið og er sáttur að vera kominn á Seltjarnarnesið."

Breiðablik nýtti sér í síðasta mánuði uppsagnarákvæði í samningi Ágústar en hann hefur engin svör fengið af hverju félagið ákvað að gera það. „Ég hef ekki fengið svör við því. Þið verðið að spyrja Blikana hvað for úrskeiðis," sagði Ágúst sem hefur endað í 2. sæti með Breiðabliki undanfarin tvö ár.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner