Glasner efstur á blaði hjá Man Utd - Rashford fær endurkomuleið á Old Trafford - Juventus ræðir við Liverpool um Chiesa
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
banner
   þri 15. október 2019 15:52
Magnús Már Einarsson
Gústi Gylfa ræddi við nokkur félög - Áhugi erlendis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég held að ég hafi verið í sambandi við 7-8 lið," sagði Ágúst Gylfason við Fótbolta.net eftir að hann skrifaði undir þriggja ára samning við Gróttu í dag.

Ágúst hefur verið eftirsóttur undanfarnar vikur en erlend félög sýndu honum meðal annars áhuga. Samkvæmt heimildum Fótbolti.net ræddi HB við hann um að taka við af Heimi Guðjónssynis sem er að taka við Val eftir tvö ár í Færeyjum.

Ágúst staðfesti að félag í Færeyjum hefði haft samband við sig.„Það var er erlendis líka, í Færeyjum. Þeir höfðu áhuga en ég var ekki tilbúinn að flytja þangað," sagði Ágúst við Fótbolta.net í dag.

Ágúst ákvað á endanum að semja við nýliða Gróttu. „Þeir höfðu samband fyrir nokkrum dögum og ég fór á fund með þeim. Það hreif mig fljótlega að taka við Gróttu. Þeir seldu mér þetta vel og hugmyndafræði félagsins hentar mér vel. Að vinna með ungum og metnaðarfullum leikmönnum sem eru tilbúnir að leggja sig 100% fram. Ég er með Guðmund Steinarsson mér við hlið og er sáttur að vera kominn á Seltjarnarnesið."

Breiðablik nýtti sér í síðasta mánuði uppsagnarákvæði í samningi Ágústar en hann hefur engin svör fengið af hverju félagið ákvað að gera það. „Ég hef ekki fengið svör við því. Þið verðið að spyrja Blikana hvað for úrskeiðis," sagði Ágúst sem hefur endað í 2. sæti með Breiðabliki undanfarin tvö ár.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner