Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
   þri 15. október 2019 15:52
Magnús Már Einarsson
Gústi Gylfa ræddi við nokkur félög - Áhugi erlendis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég held að ég hafi verið í sambandi við 7-8 lið," sagði Ágúst Gylfason við Fótbolta.net eftir að hann skrifaði undir þriggja ára samning við Gróttu í dag.

Ágúst hefur verið eftirsóttur undanfarnar vikur en erlend félög sýndu honum meðal annars áhuga. Samkvæmt heimildum Fótbolti.net ræddi HB við hann um að taka við af Heimi Guðjónssynis sem er að taka við Val eftir tvö ár í Færeyjum.

Ágúst staðfesti að félag í Færeyjum hefði haft samband við sig.„Það var er erlendis líka, í Færeyjum. Þeir höfðu áhuga en ég var ekki tilbúinn að flytja þangað," sagði Ágúst við Fótbolta.net í dag.

Ágúst ákvað á endanum að semja við nýliða Gróttu. „Þeir höfðu samband fyrir nokkrum dögum og ég fór á fund með þeim. Það hreif mig fljótlega að taka við Gróttu. Þeir seldu mér þetta vel og hugmyndafræði félagsins hentar mér vel. Að vinna með ungum og metnaðarfullum leikmönnum sem eru tilbúnir að leggja sig 100% fram. Ég er með Guðmund Steinarsson mér við hlið og er sáttur að vera kominn á Seltjarnarnesið."

Breiðablik nýtti sér í síðasta mánuði uppsagnarákvæði í samningi Ágústar en hann hefur engin svör fengið af hverju félagið ákvað að gera það. „Ég hef ekki fengið svör við því. Þið verðið að spyrja Blikana hvað for úrskeiðis," sagði Ágúst sem hefur endað í 2. sæti með Breiðabliki undanfarin tvö ár.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner