Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 15. október 2021 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sterling fengið sig fullsaddann af fordómum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Raheem Sterling leikmaður Manchester City telur að fólk taki ekki nægilega mikið á kynþáttafordómum í knattspyrnu.

Hann ræddi málin á viðburði á vegum Financial Times.

„Ég hef sagt að ef það væri verið að tala um eitthvað annað þá yrði tekið mun meira á því. Mér finnst að þegar fordómar eru nefndir að þá sé ekki tekið jafn vel á því eins og öðrum hlutum."

Hann minntist á atvikið þegar Sancho, Saka og Rashford urðu fyrir miklu aðkasti eftir að hafa klikkað á vítaspyrnum í úrslitaleik EM gegn Ítalíu í sumar.

„Þú ert að mæta í vinnuna og gera þitt allra besta til að reyna vinna fótboltaleik, að taka vítaspyrnu fyrir þjóðina þína. Ég held að fólk átti sig ekki á pressunni sem menn eru undir. Ég trúi því að þeir hafi verið með mikið sjálfstraust en eðlilega þá vill enginn leikmaður klúðra víti. Svo að verða fyrir kynþáttafordómum eftir að hafa gert þitt besta fyrir þjóðina eru vonbrigði."

Man City er eitt þriggja félaga í ensku úrvalsdeildinni sem hefur boðið fram hjálparhönd til lögreglunnar í Bretlandi til að reyna útrýma kynþáttafordómum á netinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner