Ruben Amorim til Man City? - Alphonso Davies á óskalista Man Utd - Verðmiðinn á Antony - Barcelona á eftir tveimur leikmönnum Chelsea
   þri 15. október 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Stjóri Bristol City í leyfi
Mynd: Getty Images
Liam Manning, stjóri enska B-deildarliðsins Bristol City, er kominn í ótímabundið leyfi frá störfum en hann syrgir kornungan son sinn sem lést á dögunum.

Manning tók við liði Bristol City í nóvember á síðasta ári og gerði þá fjögurra ára samning.

Hann stýrði liðinu í ellefta sæti deildarinnar á fyrsta tímabili sínu en liðið hefur náð í ellefu stig á þessari leiktíð og situr nú í 16. sæti.

Manning mun ekki stýra liðinu í næstu leikjum en hann syrgir kornungan son sinn, Theo, sem lést á dögunum.

„Það hryggir Bristol City innilega að Theo John Manning, sonur Liam, sé fallinn frá. Við vitum að stuðningsmenn Bristol City og stóra fótboltafjölskyldan muni votta Liam, eiginkonu hans Fran, og syni þeirra Isaac, samúð á þessum erfiðum tímum,“ segir í yfirlýsingu Bristol City.

Chris Hogg, aðstoðarmaður Manning, mun stýra Bristol tímabundið áður eða þangað til Manning snýr aftur til starfa.
Athugasemdir
banner