Lee Carsley hefur verið tjáð það að hann verði ekki næsti landsliðsþjálfari Englands.
Það er götublaðið The Sun sem segir frá þessu.
Það er götublaðið The Sun sem segir frá þessu.
Carsley hefur stýrt enska A-landsliðinu til bráðabirgða eftir að Gareth Southgate ákvað að stíga til hliðar eftir Evrópumótið síðastliðið sumar.
Carsley mun líklega taka aftur við þjálfun enska U21 landsliðsins eftir landsleikjagluggann í næsta mánuði.
Eftir maður á lista hjá enska fótboltasambandinu er Pep Guardiola, stjóri Englandsmeistara Manchester City. Enska sambandið hefur rætt óformlega við hann um starfið.
Athugasemdir