Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 16. janúar 2020 21:40
Ívan Guðjón Baldursson
Vinsæll skurðlæknir býst við að Kane missi af EM
Kane er kominn með 32 mörk í 45 landsleikjum. Hann verður 27 ára í júlí.
Kane er kominn með 32 mörk í 45 landsleikjum. Hann verður 27 ára í júlí.
Mynd: Getty Images
Chris Wilson er afar árangursríkur skurðlæknir sem hefur framkvæmt aðgerðir á atvinnumönnum í knattspyrnu, rúgbý og frjálsum íþróttum. Hann var spurður út í meiðsli Harry Kane og gaf sitt álit.

Kane meiddist aftan í læri í 1-0 tapi Tottenham gegn Southampton á nýársdag. Upphaflega var búist við að hann yrði frá þar til í apríl en nýjustu fregnir herma að hann gæti misst af Evrópumótinu næsta sumar.

Wilson telur líklegt að Kane missi af EM og ráðleggur sóknarmanninum öfluga að einbeita sér að undirbúningi fyrir næstu leiktíð.

„Ég býst við að hann verði frá í sex mánuði en skurðlæknar eru ekki allir sammála um endurhæfingartímann þegar það kemur að þessari aðgerð. Þetta er óvanaleg aðgerð og ég er viss um að einhverjir skurðlæknar myndu gefa honum minni tíma til að ná sér," sagði Wilson, sem hefur framkvæmt 75 slíkar aðgerðir.

„Ef aðgerðin gekk fullkomlega þá fara fyrstu sex til tólf vikurnar í algjöra grunnendurhæfingu. Eftir þrjá mánuði getur hann byrjað venjulega endurhæfingu. Mér finnst furðulegt að verið sé að tala um apríl eða maí í máli Kane, ég myndi ráðleggja honum að gleyma sumrinu og byrja að einbeita sér að næsta tímabili."

Wilson segir að meiðsli Kane hafi orsakast af óheppni, þetta séu ekki algeng fótboltameiðsli. Hann bætir því við að ef Kane kemur of snemma til baka úr meiðslunum aukist líkurnar talsvert á að hann hljóti sömu meiðsli aftur.
Athugasemdir
banner