Fimm milljóna punda verðmiði - Robinson í stað Robertson - Chelsea og Villa skoða leikmann PSG
Útvarpsþátturinn - Arnar Gunnlaugs og Eyjó Héðins
Hugarburðarbolti GW 22 Þáttastjórnandi telur Manchester United vera betri en Arsenal!
Fótbolta nördinn - SÝN vs FH
Alfreð: Tækifæri sem var of gott til að segja nei við
Kjaftæðið - United slátraði borgarslagnum
Enski boltinn - Michael Carrick og Michael Scott
Tveggja Turna Tal - Björn Daníel Sverrisson, Part II
Kjaftæðið - Upphitun fyrir enska og fréttir vikunnar
Útvarpsþátturinn - Föstudagsfjör og Balkanbræður
Fótbolta nördinn - RÚV vs Víkingur
Kjaftæðið - Stóra bikarhelgin allsstaðar!
Enski boltinn - Hver á að endurlífga Man Utd?
Útvarpsþátturinn - Nýjustu sambýlismennirnir
Hugarburðarbolti GW 21 Var lesin eins og "Litla gula hænan"
Kjaftæðið - Arsenal er fancy Stoke
Tveggja Turna Tal - Aron Baldvin Þórðarson
Kjaftæðið - Amorim rekinn!
Enski boltinn - Kaldar nýárskveðjur og er Amorim búinn?
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
Leiðin úr Lengjunni: Ótímabæra spáin
banner
   mán 16. febrúar 2015 15:00
Magnús Már Einarsson
Upptaka - Aron: Nennti ekki að hanga á Twitter lengur
Aron Einar Gunnarsson var í löngu viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net um helgina. Aron og félagar í Cardiff eru í 17. sæti í Championship deildinni en gengi liðsins hefur verið undir væntingum í vetur.

,,Það er smá lægð en leikmenn eru að reyna að vinna sig út úr því. Eina sem hægt er að gera er að leggja sig meira fram á æfingum og vinna í hlutum sem þarf að bæta. Við áttum okkur á því að þetta er ekki næstum því nógu gott," sagði Aron í þættinum.

Cardiff féll úr ensku úrvalsdeildinni síðastliðið vor og gífurlegar breytingar hafa orðið á leikmannahópnum síðan þá.

,,Ég held að klúbburinn þurfi aðeins að venjast þessum breytingum. Ef við náum fínum úrslitum á næstunni og í lok tímabilsins muni það fylgja okkur í næsta tímabil þannig að við getum barist um að komast upp aftur. Félagið er á stærð við úrvalsdeildarklúbb og í raun á þessi klúbbur að vera í úrvalsdeild. Það er lægð í gangi en við erum að vinna okkur út úr því."

Fyrrum leikfimiskennari stjóri
Russell Slade var ráðinn stjóri Cardiff fyrr á tímabilinu en hann tók við af Ole Gunnar Solskjær. ,,Mér líst mjög vel á hann. Þetta er heiðarlegur kall sem hefur gífurlegan áhuga á fótbolta. Ég held að hann hafi verið leikfimiskennari áður og hann hefur mikinn áhuga á fótbolta. Það er gaman að vinna í kringum hann."

Aron hefur sjálfur spilað betur á þessu tímabili en því síðasta þegar hann datt úr liðinu hjá Cardiff eftir niðursveiflu í kjölfarið á tapinu gegn Króötum í umspili um sæti á EM.

,,Ég tók Króatíu tapið svolítið mikið inn á mig. Þessi seinni leikur var ekki nógu góður hjá mér og leikmönnum sem þurftu að stíga upp. Ég var svekktur með sjálfan mig og það var reynsluleysi að svekkja mig of mikið. Það kom lægð í minn feril en ég ákvað að rífa mig upp úr því."

,,Ég hef lagt mig meira fram og er á fínu róli núna. Ég er í fínu standi, hausinn er góður og ég er jákvæður. Ég er að reyna að halda áfram að bæta mig og sérstaklega fyrir landsliðið. Við viljum komast í lokakeppni og það er stórt tækifæri að halda áfram þessum uppgangi í landsliðinu. Ég er á góðum stað og ánægður með sjálfan mig."


Verður pabbi í kringum Kasakstan leikinn
Aron bíður spenntur eftir leik Íslands og Kasakstan þann 28. mars en mikið verður í gangi hjá honum í kringum þann leik. ,,Konan mín verður að eignast barn á þessum tíma og það er mikilvægur leikur. Þetta verður fimmtugasti leikurinn minn og þetta verður stór stund," sagði Aron.

,,Vonandi náum við þremur stigum. Þetta er erfitt ferðalag en menn ætla ekki að skýla sig bakvið það. Við ætlum að ná í þrjú stig."

Orðinn leiður á Twitter
Aron ákvað í síðustu viku að hætta á Twitter en hann hefur verið virkur þar í gegnum árin. ,,Ég hætti á Twitter fyrir þremur dögum. Ég er með nýjan aðgang sem er fyrir félaga mína. Ég var orðinn leiður á þessu. Maður er orðinn svo fullorðinn og að eignast barn," sagði Aron léttur í bragði.

,,Ég nennti ekki að hanga á Twitter lengur. Maður var farinn að vera alltof mikið í símanum. Konan er ólétt á hormónum og það er allt brjálað heima," sagði Aron.

Hér að ofan má hlusta á viðtalið við Aron í heild sinni.
Athugasemdir
banner