Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 16. febrúar 2020 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Gamla KV er orðið aðeins of gamalt"
Mynd: Þórhallur Haukur
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Þetta eru, eins og alltaf er talað um í handboltalandsliðinu, kynslóðaskipti. Gamla KV er orðið aðeins of gamalt. Þetta eru þeir sem taka við kyndlinum - KV var á smá niðurleið."

„Hér eru komnir strákar sem eru í kringum tvítugt meira og minna,"
sagði Sigurvin 'Venni' Ólafsson, þjálfari KV, við Fótbolta.net í gær.

Sigurvin var í viðtali í kjölfar sigurs KV á Kórdrengjum í úrslitaleik C-deildar Fótbolta.net mótsins. KV lenti undir í leiknum en kom til baka og sigraði leikinn. KV er því C-deildar meistari annað árið í röð.

Sjá einnig:
Venni: Höfum lagt meira á okkur í ár - Markmiðið að fara upp

Hér fyrst í fréttinni svaraði Venni spurningu út í leikmannahóp KV en hann var spurður hvort væri verið að auka samstarfið við KR og hvort KV væri orðinn meiri vettvangur fyrir unga leikmenn, sértaklega KR-inga, til að fá spilmínútur í meistaraflokki.

Voru einhverjir leikmenn úr öðrum flokki í leikmannahópi KV í gærkvöldi?

„Markmaðurinn okkar sem spilaði allan leikinn er á yngsta ári í öðrum flokki og svo voru þrír aðrir í hópnum. Svo hef ég verið að nota nokkra af þeim líka í viðbót," sagði Sigurvin að lokum.
Venni: Höfum lagt meira á okkur í ár - Markmiðið að fara upp
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner