Mihajlo Rajakovac er búinn að skrifa undir sinn fyrsta samning við meistaraflokk Keflavíkur, en hann er 17 ára gamall kantmaður fæddur í Króatíu.
Mihajlo er uppalinn hjá Keflavík en hefur undanfarið ár dvalið hjá unglingaliði AC Milan á Ítalíu. Samkvæmt vefsíðu transfermarkt hefur Mihajlo komið við sögu í fjórum keppnisleikjum með U18 liði Milan á yfirstandandi tímabili.
Mihajlo á eitt mark í fjórum leikjum fyrir U15 landslið Íslands en hefur ekki keppt fyrir U17 liðið.
Það verður spennandi að fylgjast með Mihajlo í Lengjudeildinni komandi sumar.
Sjáðu kynningarmyndbandið frá Keflvíkingum.
Athugasemdir