Ayden Heaven, 18 ára gamall varnarmaður Man Utd, var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu í úrvalsdeildinni þegar liðið lagði Leicester í kvöld.
Það var hins vegar stutt gaman hjá honum því hann þurfti að fara af velli snemma í seinni hálfleik vegna meiðsla.
Það var hins vegar stutt gaman hjá honum því hann þurfti að fara af velli snemma í seinni hálfleik vegna meiðsla.
Hann var sárþjáður eftir baráttu við Patson Daka, framherja Leicester, og það tók fimm mínútur að hlúa að honum þangað til hann var borinn af velli.
Sky Sports sýndi leikinn en vildi ekki endursýna atvikið þar sem þetta leit ekki vel út.
„Við munum skoða hann í vikunni. Hann er ungur drengur og hann veit ekki hvernig hann á að útskýra hvað er að hrjá hann, það er erfitt fyrir okkur að átta okkur á því. Hann er rólegur, við skoðum hann í vikunni," sagði Amorim um meiðsli Heaven.
„Hann er að gera góða hluti og það er synd ef hann verður lengi frá. Við óskum honum alls hins besta."
Heaven gekk til liðs við Man Utd frá Arsenal í janúar og hefur spilað fjóra leiki. Hann var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu gegn Real Sociedad í Evrópudeildinni í vikunni.
Athugasemdir