Elías Rafn Ólafsson var á sínum stað í rammanum þegar Midtjylland lagði Randers 4-2 í dönsku deildinni í dag.
Midtjylland styrkti stöðu sína á toppnum með þessum sigri þar sem FCK tapaði gegn Viborg.
Midtjylland styrkti stöðu sína á toppnum með þessum sigri þar sem FCK tapaði gegn Viborg.
Sævar Atli Magnússon var í byrjunarliði Lyngby seem lagði Nordsjælland 1-0. Kristall Máni Ingason var í byrjunarliði Sonderjyske sem tapaði 3-0 gegn Álaborg. Daníel Leó Grétarsson er á meiðslalistanum og Nóel Atli Arnórsson er á meiðslalistanum hjá Álaborg.
Mikael Neville Anderson lék allan leikinn þegar AGF tapaði 3-2 geegn Vejle. Midtjylland er á toppnum með 45 stig, FCK er fjórum stigum á eftir. AGF er í 3. sæti með 36 stig, Nordsjælland í 5. sæti með 35 stig. Álaborg er í 9. sæti meeð 21 stig og Lyngby í 10. sæti með 18 stig, stigi meira en Sonderjyske sem er í sætinu fyrir neðan.
Kolbeiinn Þórðarson kom inn á sem varamaður hjá Gautaborg 2-1 undir gegn Malmö í undanúrslitum sænska bikarsins. Hann jafnaði metin stuttu síðar og farið var í framlengingu þar sem Malmö hafði betur. Daníel Tristan Guðjohnsen og Arnór Sigurðsson eru leikmenn Malmö en hafa ekkert spilað þar sem þeir hafa verið að kljást við meiðsli.
Kristófer Jónsson lék allan leikinn þegar Triestina vann Pro Patria 1-0 í C-deildinni á Ítalíu. Adam Ægir Pálsson sat allan tímann á bekknum þegar Novara tapaði 2-0 gegn Caldiero Terme. Novara er í 11. sæti með 42 stig en Triestina er í 16. sæti með 33 stig.
Athugasemdir