Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
   sun 16. mars 2025 21:17
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýskaland: Endurkoma tímabilsins hjá Leverkusen
Patrik Schick
Patrik Schick
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það var ótrúlegur leikur í þýsku deildinni í dag þar sem Leverkusen vann magnaðan endurkomusigur gegn Stuttgart.

Stuttgart náði tveggja marka forystu en Jeremie Frimpong minnkaði muninn. Granit Xhaka var síðan fyrir því óláni að skora klaufalegt sjálfsmark. Ermedin Demirovic átti skot sem Lukas Hradecky varði en boltinn fór í Xhaka og í netið.

Staðan 3-1 fyrir Stuttgart og útlitið ansi bjart en þá hófst mögnuð endurkoma Leverkusen.

Piero Hincapie minnkaði muninn og Angelo Stiller varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og jafna metin fyrir Leverkusen.

Fimm mínútum var bætt við venjulegan leiktíma. Þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Patrik Schick með skalla eftir fyrirgjöf frá Frimpong og tryggði Leverkusen ótrúlegan sigur.

Frankfurt lagði Bochum og er með þriggja stiga forystu á Leipzig í baráttunni um síðasta Meistaradeildarsætið. Þá vann Heidenheim gegn Holstein Kiel í baráttu tveggja neðstu liðanna.

Leverkusen minnkaði bilið í Bayern í sex stig en Bayern missteig sig og gerði jafntefli gegn Union Berlin í gær.

Stuttgart 3 - 4 Bayer
1-0 Ermedin Demirovic ('15 )
2-0 Nick Woltemade ('48 )
2-1 Jeremie Frimpong ('56 )
3-1 Granit Xhaka ('62 , sjálfsmark)
3-2 Piero Hincapie ('68 )
3-3 Angelo Stiller ('88 , sjálfsmark)
3-4 Patrik Schick ('90 )

Heidenheim 3 - 1 Holstein Kiel
1-0 Marvin Pieringer ('33 )
2-0 Budu Zivzivadze ('47 )
2-1 Phil Harres ('87 )
3-1 Sirlord Conteh ('90 )

Bochum 1 - 3 Eintracht Frankfurt
0-1 Rasmus Kristensen ('27 )
0-2 Jean Matteo Bahoya ('32 )
1-2 Gerrit Holtmann ('73 )
1-3 Michy Batshuayi ('90 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - konur
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern W 17 14 2 1 44 12 +32 44
2 Eintracht Frankfurt W 16 12 2 2 53 14 +39 38
3 Wolfsburg 17 12 2 3 42 14 +28 38
4 Bayer W 16 10 3 3 26 14 +12 33
5 Freiburg W 16 9 2 5 25 22 +3 29
6 Hoffenheim W 17 9 0 8 31 23 +8 27
7 RB Leipzig W 17 8 2 7 27 28 -1 26
8 Werder W 16 7 2 7 20 24 -4 23
9 Essen W 16 3 4 9 15 20 -5 13
10 Koln W 17 1 4 12 11 44 -33 7
11 Carl Zeiss Jena W 17 0 4 13 5 35 -30 4
12 Potsdam W 16 0 1 15 3 52 -49 1
Athugasemdir
banner
banner
banner